Fréttir KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 2.10.2006 09:59 Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. Innlent 2.10.2006 09:52 Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20 Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. Viðskipti erlent 2.10.2006 09:15 Leituðu gangnamanna á Brekknaheiði í dag Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í leit á Brekknaheiði á Austurlandi seinnipartinn í dag til að leita að stúlku sem var í leit að fé á heiðinni í göngum. Stúlkan fannst heil á húfi um hálfsjöleytið í kvöld. Fyrr í dag höfðu björgunarsveitir einnig verið kallaðar út vegna tveggja gangnamanna á sömu heiði en þeir fundust heilir á húfi fljótlega eftir að útkall barst. Innlent 1.10.2006 18:59 Björguðu manni í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Björgunarsveitir fyrir austan fjall björguðu nú undir kvöld manni sem fastur var í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli. Hætta var talin á að hann gæti fallið niður en að sögn lögreglu á Selfossi hafa björgunarsveitarmenn nú komið manninum til aðstoðar og eru á leið niður fjallið með hann heilan á húfi. Innlent 1.10.2006 18:58 Schüssel viðurkennir ósigur í þingkosningum Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, viðurkenndi í dag að hægri flokkur hans hefði „líklega" tapað í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Sagði hann niðurstöður talningar benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbauers hefðu farið með sigur af hólmi og óskaði hann Gusenbauer til hamingju með sigurinn. Erlent 1.10.2006 18:51 Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. Innlent 1.10.2006 18:34 Alþingi sett á morgun Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Innlent 1.10.2006 18:25 Mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi á framboðslistum flokksins fyrir kosningar vegna nýrrar umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland. Hann hafi því ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík Innlent 1.10.2006 18:03 Meintir talibanar handteknir í Pakistan Pakistönsk lögregla handtók í dag sex meinta uppreisnarmenn úr röðum talibana. Mennirnir voru gripnir á einkasjúkrahúsi í borginni Quetta þangað sem þeir höfðu leitað aðstoðar eftir að hafa særst í átökum í suðurhluta Afganistans. Erlent 1.10.2006 17:57 Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi 11. nóv. Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í dag að halda prófkjör þann 11. nóvember til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Tólf hafa lýsti yfir framboði í prófkjörinu og er ljóst að baráttan verður hörð. Innlent 1.10.2006 17:23 Guðfinna stefnir á þriðja sætið í Reykjavík Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík, tilkynnti á fundi í Iðnó nú klukkan fjögur að hún hygðist gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir alþingiskosningar næsta vor. Guðfinna hyggst ljúka þessu skólaári og taka ákvarðanir í framhaldinu, út frá genginu í prófkjörinu og í samráði við stjórn skólans, hvort hún haldi áfram sem rektor. Innlent 1.10.2006 17:05 Átök milli Hamas-liða og manna hliðhollum Abbas Fimm Palestínumenn hafa fallið og að minnsta kosti 60 særst í bardögum á milli byssumanna hliðhollum Hamas-samtökunum og lögreglu og opinberum starfsmönnum sem styðja Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, í Gasaborg í dag. Erlent 1.10.2006 16:43 65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. Innlent 1.10.2006 16:27 Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega. Erlent 1.10.2006 16:17 Útlit fyrir að stjórn Schüssels sé fallin Svo virðist sem stjórn Wolfgangs Schüssels, kanslara Austurríkis, sé fallin í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Kjörfundi lauk í landinu nú klukkan þrjú að íslenskum tíma og fyrstu spár benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbaurs hafi naumt forskot á hægri flokk Schüssels, 36 prósent atkvæða á móti 35 prósentum. Erlent 1.10.2006 16:01 Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns. Innlent 1.10.2006 15:35 September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal. Erlent 1.10.2006 15:09 Fellibylurinn Xangsane veldur usla í Víetnam Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns. Erlent 1.10.2006 14:46 Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu í kjölfar flugslyss Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að farþegaflugvél með 155 manns innanborðs hrapaði í skógum Amason í fyrradag. Erlent 1.10.2006 14:28 Ný kennsluálma vígð í Menntaskólanum á Egilsstöðum Kennslurými í Menntaskólanum á Egilsstöðum hefur stækkað um áttatíu prósent með nýrri kennsluálmu sem tekin var í gagnið í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði húsið við hátíðlega athöfn í gær og færði um leið Helga Ómari Bragasyni, skólameistara lykil að húsinu. Innlent 1.10.2006 11:51 Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun. Innlent 1.10.2006 14:25 Birti myndband með Mohammed Atta í fyrsta sinn Myndband af Mohammed Atta, manninum sem flaug vél inn í annan turnanna í World Trade Center 11. september 2001, hefur verið birt á Netinu í fyrsta sinn. Erlent 1.10.2006 14:02 Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Tveir verða vígðir til prests og einn til djákna í Dómkirkjunni nú klukkan tvö. Innlent 1.10.2006 12:54 Nýr forsætisráðherra svarinn í embætti í Taílandi Fyrrverandi hershöfðinginn Surayud Chulanont var í dag svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands, tæpum tveimur vikum eftir valdarán hersins þar í landi. Erlent 1.10.2006 13:16 Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið. Erlent 1.10.2006 13:40 Segir Georgíumenn ögra Rússum í skjóli vestrænna ríkja Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir Georgíumenn reyna að ögra Rússum í skjóli verndar frá vestræðunum ríkjum í tenglsum við njósnadeilu landanna. Erlent 1.10.2006 13:05 Ljóð í sjóð til styrktar MND-félaginu Ljóð í sjóð er heiti á bók og geisladiski sem MND-félagið gefur út með stuðningi helstu listamanna þjóðarinnar. Árlega greinast þrír til fimm einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi, en hann dregur fólk til dauða á einu til fimm árum. Innlent 1.10.2006 11:47 Sótti slasaðan manna á Grundarfjörð eftir bílveltu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að sækja mann til Grundarfjarðar sem velt hafði bíl sínum nærri bænum. Bíllinn fór nokkrar veltur og var maðurinn fluttur fyrst á heilsugæslustöðina á Grundarfirði en síðar var ákveðið að kalla eftir þyrlu vegna meiðsla hans. Innlent 1.10.2006 12:49 « ‹ ›
KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 2.10.2006 09:59
Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. Innlent 2.10.2006 09:52
Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20
Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. Viðskipti erlent 2.10.2006 09:15
Leituðu gangnamanna á Brekknaheiði í dag Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í leit á Brekknaheiði á Austurlandi seinnipartinn í dag til að leita að stúlku sem var í leit að fé á heiðinni í göngum. Stúlkan fannst heil á húfi um hálfsjöleytið í kvöld. Fyrr í dag höfðu björgunarsveitir einnig verið kallaðar út vegna tveggja gangnamanna á sömu heiði en þeir fundust heilir á húfi fljótlega eftir að útkall barst. Innlent 1.10.2006 18:59
Björguðu manni í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Björgunarsveitir fyrir austan fjall björguðu nú undir kvöld manni sem fastur var í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli. Hætta var talin á að hann gæti fallið niður en að sögn lögreglu á Selfossi hafa björgunarsveitarmenn nú komið manninum til aðstoðar og eru á leið niður fjallið með hann heilan á húfi. Innlent 1.10.2006 18:58
Schüssel viðurkennir ósigur í þingkosningum Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, viðurkenndi í dag að hægri flokkur hans hefði „líklega" tapað í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Sagði hann niðurstöður talningar benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbauers hefðu farið með sigur af hólmi og óskaði hann Gusenbauer til hamingju með sigurinn. Erlent 1.10.2006 18:51
Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. Innlent 1.10.2006 18:34
Alþingi sett á morgun Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Innlent 1.10.2006 18:25
Mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi á framboðslistum flokksins fyrir kosningar vegna nýrrar umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland. Hann hafi því ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík Innlent 1.10.2006 18:03
Meintir talibanar handteknir í Pakistan Pakistönsk lögregla handtók í dag sex meinta uppreisnarmenn úr röðum talibana. Mennirnir voru gripnir á einkasjúkrahúsi í borginni Quetta þangað sem þeir höfðu leitað aðstoðar eftir að hafa særst í átökum í suðurhluta Afganistans. Erlent 1.10.2006 17:57
Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi 11. nóv. Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í dag að halda prófkjör þann 11. nóvember til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Tólf hafa lýsti yfir framboði í prófkjörinu og er ljóst að baráttan verður hörð. Innlent 1.10.2006 17:23
Guðfinna stefnir á þriðja sætið í Reykjavík Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík, tilkynnti á fundi í Iðnó nú klukkan fjögur að hún hygðist gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir alþingiskosningar næsta vor. Guðfinna hyggst ljúka þessu skólaári og taka ákvarðanir í framhaldinu, út frá genginu í prófkjörinu og í samráði við stjórn skólans, hvort hún haldi áfram sem rektor. Innlent 1.10.2006 17:05
Átök milli Hamas-liða og manna hliðhollum Abbas Fimm Palestínumenn hafa fallið og að minnsta kosti 60 særst í bardögum á milli byssumanna hliðhollum Hamas-samtökunum og lögreglu og opinberum starfsmönnum sem styðja Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, í Gasaborg í dag. Erlent 1.10.2006 16:43
65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. Innlent 1.10.2006 16:27
Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega. Erlent 1.10.2006 16:17
Útlit fyrir að stjórn Schüssels sé fallin Svo virðist sem stjórn Wolfgangs Schüssels, kanslara Austurríkis, sé fallin í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Kjörfundi lauk í landinu nú klukkan þrjú að íslenskum tíma og fyrstu spár benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbaurs hafi naumt forskot á hægri flokk Schüssels, 36 prósent atkvæða á móti 35 prósentum. Erlent 1.10.2006 16:01
Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns. Innlent 1.10.2006 15:35
September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal. Erlent 1.10.2006 15:09
Fellibylurinn Xangsane veldur usla í Víetnam Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns. Erlent 1.10.2006 14:46
Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu í kjölfar flugslyss Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að farþegaflugvél með 155 manns innanborðs hrapaði í skógum Amason í fyrradag. Erlent 1.10.2006 14:28
Ný kennsluálma vígð í Menntaskólanum á Egilsstöðum Kennslurými í Menntaskólanum á Egilsstöðum hefur stækkað um áttatíu prósent með nýrri kennsluálmu sem tekin var í gagnið í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði húsið við hátíðlega athöfn í gær og færði um leið Helga Ómari Bragasyni, skólameistara lykil að húsinu. Innlent 1.10.2006 11:51
Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun. Innlent 1.10.2006 14:25
Birti myndband með Mohammed Atta í fyrsta sinn Myndband af Mohammed Atta, manninum sem flaug vél inn í annan turnanna í World Trade Center 11. september 2001, hefur verið birt á Netinu í fyrsta sinn. Erlent 1.10.2006 14:02
Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Tveir verða vígðir til prests og einn til djákna í Dómkirkjunni nú klukkan tvö. Innlent 1.10.2006 12:54
Nýr forsætisráðherra svarinn í embætti í Taílandi Fyrrverandi hershöfðinginn Surayud Chulanont var í dag svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands, tæpum tveimur vikum eftir valdarán hersins þar í landi. Erlent 1.10.2006 13:16
Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið. Erlent 1.10.2006 13:40
Segir Georgíumenn ögra Rússum í skjóli vestrænna ríkja Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir Georgíumenn reyna að ögra Rússum í skjóli verndar frá vestræðunum ríkjum í tenglsum við njósnadeilu landanna. Erlent 1.10.2006 13:05
Ljóð í sjóð til styrktar MND-félaginu Ljóð í sjóð er heiti á bók og geisladiski sem MND-félagið gefur út með stuðningi helstu listamanna þjóðarinnar. Árlega greinast þrír til fimm einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi, en hann dregur fólk til dauða á einu til fimm árum. Innlent 1.10.2006 11:47
Sótti slasaðan manna á Grundarfjörð eftir bílveltu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að sækja mann til Grundarfjarðar sem velt hafði bíl sínum nærri bænum. Bíllinn fór nokkrar veltur og var maðurinn fluttur fyrst á heilsugæslustöðina á Grundarfirði en síðar var ákveðið að kalla eftir þyrlu vegna meiðsla hans. Innlent 1.10.2006 12:49