Fréttir Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21 Kauphöllin áminnir Atorku Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag vegna brota á reglum Kauphallarinnar vegna birtingar á uppgjöri félagsins á fyrri hluta ársins. Beitti Kauphöllin félagið 2,5 milljóna króna févíti. Viðskipti innlent 2.10.2006 17:14 Skothríð í bandarískum skóla Erlent 2.10.2006 16:38 Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. Innlent 2.10.2006 17:16 Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. Innlent 2.10.2006 16:22 Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. Innlent 2.10.2006 16:10 Banvæn streita Erlent 2.10.2006 16:01 Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. Innlent 2.10.2006 12:33 Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. Innlent 2.10.2006 15:44 Hættulegt að vitna gegn Saddam Hussein Erlent 2.10.2006 15:39 Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 2.10.2006 15:10 Abbas hugar að myndun neyðarstjórnar Palestínumanna Erlent 2.10.2006 15:09 Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. Innlent 2.10.2006 14:51 Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42 Saudi Arabar telja að Írak sé að liðast í sundur Erlent 2.10.2006 14:31 Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. Innlent 2.10.2006 14:27 Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. Innlent 2.10.2006 14:17 Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara Erlent 2.10.2006 14:02 Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 13:43 Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti Erlent 2.10.2006 13:42 Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. Innlent 2.10.2006 12:20 Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Innlent 2.10.2006 11:58 Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. Viðskipti innlent 2.10.2006 11:21 Rússar einangra Georgíu Erlent 2.10.2006 11:19 Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. Innlent 2.10.2006 11:03 Danskir foreldrar mótmæla Erlent 2.10.2006 10:55 Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. Viðskipti innlent 2.10.2006 10:42 Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 10:41 Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. Innlent 2.10.2006 10:05 Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. Innlent 2.10.2006 10:01 « ‹ ›
Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21
Kauphöllin áminnir Atorku Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag vegna brota á reglum Kauphallarinnar vegna birtingar á uppgjöri félagsins á fyrri hluta ársins. Beitti Kauphöllin félagið 2,5 milljóna króna févíti. Viðskipti innlent 2.10.2006 17:14
Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. Innlent 2.10.2006 17:16
Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. Innlent 2.10.2006 16:22
Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. Innlent 2.10.2006 16:10
Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. Innlent 2.10.2006 12:33
Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. Innlent 2.10.2006 15:44
Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 2.10.2006 15:10
Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. Innlent 2.10.2006 14:51
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42
Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. Innlent 2.10.2006 14:27
Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. Innlent 2.10.2006 14:17
Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 13:43
Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. Innlent 2.10.2006 12:20
Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Innlent 2.10.2006 11:58
Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. Viðskipti innlent 2.10.2006 11:21
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. Innlent 2.10.2006 11:03
Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. Viðskipti innlent 2.10.2006 10:42
Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Innlent 2.10.2006 10:41
Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. Innlent 2.10.2006 10:05
Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. Innlent 2.10.2006 10:01