Fréttir Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. Erlent 7.10.2006 10:32 Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. Innlent 7.10.2006 10:04 Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. Innlent 7.10.2006 10:01 Fluttur á slysadeild eftir árekstur bifhjóls og fólksbíls Karlmaður var seint í gærkvöldi fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur bifhjóls og fólksbíls á Kleppsvegi. Maðurinn var ökumaður bifhjólsins en talið er að hann hafi brotnað á fæti. Innlent 7.10.2006 09:43 Eldur í trésmíðaverkstæði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að trésmíðaverkstæði í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Leigubílstjóri sem átti leið hjá tók eftir að reyk lagði frá húsinu og kallaði til slökkviliðið. Þegar það kom á staðinn var mikill reykur í húsinu og töluverður eldur. Innlent 7.10.2006 09:32 Hlaut áverka á andliti og höfði eftir árás Ráðist var á karlmann á fertugsaldri á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Karlmaðurinn hlaut talsverða ákverka bæði á andliti og höfði. Tveir menn á þrítugsaldri réðust á manninn á fimmta tímanum í nótt og lömdu bæði og spörkuðu í hann. Innlent 7.10.2006 09:25 Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52 Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 22:59 Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Viðskipti erlent 6.10.2006 22:47 19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. Innlent 6.10.2006 22:37 Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33 Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:14 Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07 Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. Innlent 6.10.2006 21:31 Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. Innlent 6.10.2006 21:26 Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. Innlent 6.10.2006 21:18 Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Innlent 6.10.2006 20:51 Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:20 Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 6.10.2006 20:02 ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. Innlent 6.10.2006 19:57 Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. Innlent 6.10.2006 19:51 Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. Innlent 6.10.2006 19:45 Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:17 Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:14 Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:11 Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. Innlent 6.10.2006 19:09 Sprengi fyrr en síðar Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Erlent 6.10.2006 18:54 Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. Innlent 6.10.2006 18:15 19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. Innlent 6.10.2006 18:05 Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.10.2006 18:14 « ‹ ›
Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. Erlent 7.10.2006 10:32
Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. Innlent 7.10.2006 10:04
Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. Innlent 7.10.2006 10:01
Fluttur á slysadeild eftir árekstur bifhjóls og fólksbíls Karlmaður var seint í gærkvöldi fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur bifhjóls og fólksbíls á Kleppsvegi. Maðurinn var ökumaður bifhjólsins en talið er að hann hafi brotnað á fæti. Innlent 7.10.2006 09:43
Eldur í trésmíðaverkstæði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að trésmíðaverkstæði í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Leigubílstjóri sem átti leið hjá tók eftir að reyk lagði frá húsinu og kallaði til slökkviliðið. Þegar það kom á staðinn var mikill reykur í húsinu og töluverður eldur. Innlent 7.10.2006 09:32
Hlaut áverka á andliti og höfði eftir árás Ráðist var á karlmann á fertugsaldri á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Karlmaðurinn hlaut talsverða ákverka bæði á andliti og höfði. Tveir menn á þrítugsaldri réðust á manninn á fimmta tímanum í nótt og lömdu bæði og spörkuðu í hann. Innlent 7.10.2006 09:25
Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52
Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 22:59
Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Viðskipti erlent 6.10.2006 22:47
19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. Innlent 6.10.2006 22:37
Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33
Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:14
Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07
Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. Innlent 6.10.2006 21:31
Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. Innlent 6.10.2006 21:26
Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. Innlent 6.10.2006 21:18
Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Innlent 6.10.2006 20:51
Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:20
Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 6.10.2006 20:02
ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. Innlent 6.10.2006 19:57
Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. Innlent 6.10.2006 19:51
Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. Innlent 6.10.2006 19:45
Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:17
Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:14
Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:11
Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. Innlent 6.10.2006 19:09
Sprengi fyrr en síðar Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Erlent 6.10.2006 18:54
Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. Innlent 6.10.2006 18:15
19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. Innlent 6.10.2006 18:05
Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.10.2006 18:14