Fréttir Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. Innlent 8.10.2006 18:34 Litháar vísa grunuðum njósnara úr landi Litháísk stjórnvöld eru sögð hafa rekið hátt settan starfsmann rússneska sendiráðsins úr landi í dag vegna gruns um njósnir. Erlent 8.10.2006 17:57 Íranar vanir hótunum Utanríkisráðherra Írana sagði í dag Írana vana hótunum um refsiaðgerðir og að þær hefðu engin áhrif á áform þeirra um að auðga Úran. Erlent 8.10.2006 17:43 Fundað eftir helgi vegna uppsagna starfsmanna Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði ætlar að funda eftir helgi um uppsagnir þriggja starfsmanna hjá Alcan. Rafiðnaðarsamband Íslands hótaði því fyrir helgi að beita sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan fyrir helgi. Innlent 8.10.2006 16:56 Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið á Íslandi var um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Sýndir voru um 700 hundar af hinum ýmsu tegundum. Lífið 8.10.2006 16:47 Íslenskar mjólkurafurðir kynntar í Bandaríkjunum Íslenskar mjólkurafurðir hafa síðustu daga verið kynntar verslunum Whole foods market í Washington. Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að íslensku vörurnar hafi hlotið góðar viðtökur. Innlent 8.10.2006 16:39 Valgerður vill áfram leiða í Norðausturkjördæmi Tvöfalt kjördæmisþing kemur til með að velja á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þingið verður haldið 13. janúar og munu fulltrúar þar raða í tíu efstu sætinu á listanum. Valgerður Sverrisdóttir leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum. Í samtali við NFS sagði Valgerður að hún gæfi að sjálfsögðu kost á sér fyrir komandi kosningar. Innlent 8.10.2006 15:50 Katrín vill leiða lista Katrín Jakobsdóttir, varaþingmaður Vinstri-grænna, sækist eftir efsta sæti sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Katrín hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2003 en hún var varaborgarfulltrúi Reykjarvíkurlistans á síðasta kjörtímabili. Prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 8.10.2006 15:19 Grbavica verðlaunuð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Grbavica hlaut í gærkvöldi aðalverðalaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar. Myndin er eftir Jasmila Zbanic. Grbavica heitir eftir samnefndu hverfi í Bosníu. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að myndin sé raunsæ og áhrifamikil en hún tekur á erfiðleikum eftirstríðsáranna í Bosníu. Innlent 8.10.2006 15:09 Stillt upp hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi Stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á kjördæmaráðsþingi flokksins sem fer fram á Ísafirði nú um helgina. Innlent 8.10.2006 15:04 Forstjóri Airbus hótar uppsögn Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins. Viðskipti erlent 8.10.2006 14:36 Birkir Jón sækist eftir 2. sæti í Norðausturkjördæmi Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir lýsti þessu yfir á kjördæmaráðsþingi flokksins sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Innlent 8.10.2006 14:32 Réttað í Þverárrétt Búið er að rétta um mest allt land en í dag fara einar síðustu réttir haustsins fram í Eyjafjarðarsveit. Réttað er í Þverárrétt í dag og hófust stóðréttir þar klukkan tíu í morgun. Innlent 8.10.2006 14:09 Skiluðu rússneska fánanum Tveir karlmenn um tvítugt skiluðu skömmu fyrir hádegi í dag rússneskum fána sem þeir stálu af lóð rússneska sendiráðsins. Mennirnir skiluðu fánanum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Teknar voru af þeim skýrslur en þeir ásamt þriðja manninum brutust inn á lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfaranótt laugardags, eftir að hafa verið að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Rússneska sendiráðið lítur málið alvarlegum augum Innlent 8.10.2006 13:46 Geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum Talið er að um 2000 útlendingar starfi hér réttindalausir á svörtum markaði. Formaður Matvíss er uggandi fyrir hönd félagsmanna sinna og segir fyrir neðan allar hellur að geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum á Íslandi. Innlent 8.10.2006 13:29 Vier Minuten hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar Kvikmyndin Vier Minuten eftir Chris Kraus hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar en verðlaunin er nú veitt í fyrsta sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2006. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands veitti verðlaunin. Innlent 8.10.2006 12:59 Mercedes Benz sigraði í sparaksturskeppni Mercedes Benz 180 CDI sigraði í sparaksturkeppni sem haldin var í gær. Þessi fólksbíll frá Benz eyddi rétt rúmum þremur lítrum á hundraði, sem þykir einkar góður árangur. Innlent 8.10.2006 12:26 Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfiði Næstu daga verður lokið við nýja tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Á fjórða ár eru liðið frá því framkvæmdir hófust við breikkun Reykjanesbrautar. Innlent 8.10.2006 11:54 Harðir bardagar í Diwaniya Bandarískar og íraskar hersveitir felldu tuttugu liðsmenn úr herflokki sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í hörðum bardaga í borginni Diwaniya í nótt. Erlent 8.10.2006 10:44 Abe kominn til Kína Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er staddur í Kína í fyrstu opinberu heimsókn japansks leiðtoga þangað í fimm ár. Frá Kína mun Abe svo halda til Suður-Kóreu. Erlent 8.10.2006 10:42 Keyrði ölvaður á stólpa Rúmlega tvítugur karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús á áttunda tímanum í morgun eftir að hafa ekið á stólpa við Breiðhöfða. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 8.10.2006 10:07 Í óformlegum viðræðum við ETA Fulltrúar aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, og spænsku ríkisstjórnarinnar hafa átt í leynilegum könnunarviðræðum að undanförnu í Noregi. Erlent 8.10.2006 10:41 Kalvitis lýsir yfir sigri Ríkisstjórnin í Lettlandi hélt velli í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær, þeim fyrstu frá því ríkið gekk í Evrópusambandið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 8.10.2006 10:05 Bílvelta á Reykjanesbraut Beita þurfti klippum til að ná ökumanni fólksbíls, sem valt á Reykjanesbrautinni í nótt, út úr bílnum. Maðurinn var einn í bílnum og reyndist hann lítið slasaður. Innlent 8.10.2006 10:04 Ár liðið frá Kasmír-skjálftanum Þess er minnst víða um heim að ár er liðið frá jarðskjálftanum mikla í Kasmír sem 75.000 létu lífið í. Erlent 8.10.2006 10:03 Vöknuðu við hávaðann í reykskynjara Reykskynjari gæti hafa bjargað lífi hjóna á fimmtugsaldri þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu Búlandi, skammt sunnan Hjalteyrar við Eyjafjörð, laust fyrir klukkan sjö í morgun. Hjónin, sem eru 45 og 47 ára, vöknuðu við hávaðann í reykskynjaranum. Þau komust sjálf út úr brennandi húsinu og hringdu síðan eftir hjálp. Innlent 8.10.2006 10:00 Liggur þungt haldin eftir bílveltu Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldin eftir bílveltu á Kringlumýrarbrautinni í gærkvöldi. Honum er haldið sofandi í öndunarvél, ástand hans er stöðugt í augnablikinu og hann er ekki talinn í bráðri lífshættu. Innlent 8.10.2006 09:44 Alvarlega slasaður eftir árekstur á Kringlumýrarbraut Ökumaður fólksbifreiðar er alvarlega slasaður eftir bílslys á Kringlumýrarbraut í kvöld. Hann er fótbrotinn á báðum fótum en er ekki talinn í lífshættu. Innlent 7.10.2006 21:08 Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. Innlent 7.10.2006 19:33 Skilningsleysi gagnvart Sogni Magnús Skúlason, yfirlæknir á réttargæsludeildinni að Sogni sakar stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að einungis séu sjö sjúkrarúm á deildinni. Fyrir viku varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var þá pláss losað með því að senda vistmann í ótímabundið leyfi. Innlent 7.10.2006 19:01 « ‹ ›
Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. Innlent 8.10.2006 18:34
Litháar vísa grunuðum njósnara úr landi Litháísk stjórnvöld eru sögð hafa rekið hátt settan starfsmann rússneska sendiráðsins úr landi í dag vegna gruns um njósnir. Erlent 8.10.2006 17:57
Íranar vanir hótunum Utanríkisráðherra Írana sagði í dag Írana vana hótunum um refsiaðgerðir og að þær hefðu engin áhrif á áform þeirra um að auðga Úran. Erlent 8.10.2006 17:43
Fundað eftir helgi vegna uppsagna starfsmanna Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði ætlar að funda eftir helgi um uppsagnir þriggja starfsmanna hjá Alcan. Rafiðnaðarsamband Íslands hótaði því fyrir helgi að beita sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan fyrir helgi. Innlent 8.10.2006 16:56
Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið á Íslandi var um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Sýndir voru um 700 hundar af hinum ýmsu tegundum. Lífið 8.10.2006 16:47
Íslenskar mjólkurafurðir kynntar í Bandaríkjunum Íslenskar mjólkurafurðir hafa síðustu daga verið kynntar verslunum Whole foods market í Washington. Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að íslensku vörurnar hafi hlotið góðar viðtökur. Innlent 8.10.2006 16:39
Valgerður vill áfram leiða í Norðausturkjördæmi Tvöfalt kjördæmisþing kemur til með að velja á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þingið verður haldið 13. janúar og munu fulltrúar þar raða í tíu efstu sætinu á listanum. Valgerður Sverrisdóttir leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum. Í samtali við NFS sagði Valgerður að hún gæfi að sjálfsögðu kost á sér fyrir komandi kosningar. Innlent 8.10.2006 15:50
Katrín vill leiða lista Katrín Jakobsdóttir, varaþingmaður Vinstri-grænna, sækist eftir efsta sæti sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Katrín hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2003 en hún var varaborgarfulltrúi Reykjarvíkurlistans á síðasta kjörtímabili. Prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 8.10.2006 15:19
Grbavica verðlaunuð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Grbavica hlaut í gærkvöldi aðalverðalaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar. Myndin er eftir Jasmila Zbanic. Grbavica heitir eftir samnefndu hverfi í Bosníu. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að myndin sé raunsæ og áhrifamikil en hún tekur á erfiðleikum eftirstríðsáranna í Bosníu. Innlent 8.10.2006 15:09
Stillt upp hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi Stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á kjördæmaráðsþingi flokksins sem fer fram á Ísafirði nú um helgina. Innlent 8.10.2006 15:04
Forstjóri Airbus hótar uppsögn Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins. Viðskipti erlent 8.10.2006 14:36
Birkir Jón sækist eftir 2. sæti í Norðausturkjördæmi Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir lýsti þessu yfir á kjördæmaráðsþingi flokksins sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Innlent 8.10.2006 14:32
Réttað í Þverárrétt Búið er að rétta um mest allt land en í dag fara einar síðustu réttir haustsins fram í Eyjafjarðarsveit. Réttað er í Þverárrétt í dag og hófust stóðréttir þar klukkan tíu í morgun. Innlent 8.10.2006 14:09
Skiluðu rússneska fánanum Tveir karlmenn um tvítugt skiluðu skömmu fyrir hádegi í dag rússneskum fána sem þeir stálu af lóð rússneska sendiráðsins. Mennirnir skiluðu fánanum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Teknar voru af þeim skýrslur en þeir ásamt þriðja manninum brutust inn á lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfaranótt laugardags, eftir að hafa verið að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Rússneska sendiráðið lítur málið alvarlegum augum Innlent 8.10.2006 13:46
Geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum Talið er að um 2000 útlendingar starfi hér réttindalausir á svörtum markaði. Formaður Matvíss er uggandi fyrir hönd félagsmanna sinna og segir fyrir neðan allar hellur að geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum á Íslandi. Innlent 8.10.2006 13:29
Vier Minuten hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar Kvikmyndin Vier Minuten eftir Chris Kraus hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar en verðlaunin er nú veitt í fyrsta sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2006. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands veitti verðlaunin. Innlent 8.10.2006 12:59
Mercedes Benz sigraði í sparaksturskeppni Mercedes Benz 180 CDI sigraði í sparaksturkeppni sem haldin var í gær. Þessi fólksbíll frá Benz eyddi rétt rúmum þremur lítrum á hundraði, sem þykir einkar góður árangur. Innlent 8.10.2006 12:26
Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfiði Næstu daga verður lokið við nýja tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Á fjórða ár eru liðið frá því framkvæmdir hófust við breikkun Reykjanesbrautar. Innlent 8.10.2006 11:54
Harðir bardagar í Diwaniya Bandarískar og íraskar hersveitir felldu tuttugu liðsmenn úr herflokki sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í hörðum bardaga í borginni Diwaniya í nótt. Erlent 8.10.2006 10:44
Abe kominn til Kína Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er staddur í Kína í fyrstu opinberu heimsókn japansks leiðtoga þangað í fimm ár. Frá Kína mun Abe svo halda til Suður-Kóreu. Erlent 8.10.2006 10:42
Keyrði ölvaður á stólpa Rúmlega tvítugur karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús á áttunda tímanum í morgun eftir að hafa ekið á stólpa við Breiðhöfða. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 8.10.2006 10:07
Í óformlegum viðræðum við ETA Fulltrúar aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, og spænsku ríkisstjórnarinnar hafa átt í leynilegum könnunarviðræðum að undanförnu í Noregi. Erlent 8.10.2006 10:41
Kalvitis lýsir yfir sigri Ríkisstjórnin í Lettlandi hélt velli í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær, þeim fyrstu frá því ríkið gekk í Evrópusambandið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 8.10.2006 10:05
Bílvelta á Reykjanesbraut Beita þurfti klippum til að ná ökumanni fólksbíls, sem valt á Reykjanesbrautinni í nótt, út úr bílnum. Maðurinn var einn í bílnum og reyndist hann lítið slasaður. Innlent 8.10.2006 10:04
Ár liðið frá Kasmír-skjálftanum Þess er minnst víða um heim að ár er liðið frá jarðskjálftanum mikla í Kasmír sem 75.000 létu lífið í. Erlent 8.10.2006 10:03
Vöknuðu við hávaðann í reykskynjara Reykskynjari gæti hafa bjargað lífi hjóna á fimmtugsaldri þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu Búlandi, skammt sunnan Hjalteyrar við Eyjafjörð, laust fyrir klukkan sjö í morgun. Hjónin, sem eru 45 og 47 ára, vöknuðu við hávaðann í reykskynjaranum. Þau komust sjálf út úr brennandi húsinu og hringdu síðan eftir hjálp. Innlent 8.10.2006 10:00
Liggur þungt haldin eftir bílveltu Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldin eftir bílveltu á Kringlumýrarbrautinni í gærkvöldi. Honum er haldið sofandi í öndunarvél, ástand hans er stöðugt í augnablikinu og hann er ekki talinn í bráðri lífshættu. Innlent 8.10.2006 09:44
Alvarlega slasaður eftir árekstur á Kringlumýrarbraut Ökumaður fólksbifreiðar er alvarlega slasaður eftir bílslys á Kringlumýrarbraut í kvöld. Hann er fótbrotinn á báðum fótum en er ekki talinn í lífshættu. Innlent 7.10.2006 21:08
Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. Innlent 7.10.2006 19:33
Skilningsleysi gagnvart Sogni Magnús Skúlason, yfirlæknir á réttargæsludeildinni að Sogni sakar stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að einungis séu sjö sjúkrarúm á deildinni. Fyrir viku varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var þá pláss losað með því að senda vistmann í ótímabundið leyfi. Innlent 7.10.2006 19:01