Fréttir

Fréttamynd

Vefritið Vefritið opnað í dag

Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál, Vefritið, var opnað formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ritstjórn Vefritsins að í það skrifi fjölbreyttur hópur ungs fólks sem eigi það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg

Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðsamleg mótmæli fyrir utan sendiráð Dana í Djakarta

Hópur múslíma kom saman fyrir framan sendiráð Danmerkur í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýjum teikningum af Múhameð spámanni sem birst hafa á vegum Danska þjóðarflokksins að undanförnu. Mótmælin voru þó fámenn og friðsamleg en þau áttu sér stað eftir föstudagsbæn múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar

Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta.

Erlent
Fréttamynd

200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili

Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu. Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda.

Innlent
Fréttamynd

Fimm látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kandahar

Að minnsta kost fimm óbreyttir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest á vegum Atlantshafsbandalagsins í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO særðust í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hverrrar þjóðar þeir eru.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp

Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Þungfært á Tröllatunguheiði

Það er góð færð um allt land nema hvað Tröllatunguheiði er þungfær og það er krap á Steinadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Sameinast um yfirtöku á Euronext

Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íhuga að halda sig heima föstudaginn þrettánda

Einn af hverjum fjórum Bretum íhugar að halda sig heima í dag vegna þeirrar ógæfu sem fylgir föstudeginum þrettánda. Hjátrú meðal Breta virðist þó fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönnun sem gerð var vegna dagsins í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sensex í nýjum hæðum

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Elsti Kúbverjinn látinn

Eitt hundrað tuttugu og sex ára Kúbverji, Benito Martinez Abogin, sem var þekktur sem elsti maður Kúbu, lést í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels

Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku.

Erlent
Fréttamynd

Velti tvær og hálfa veltu

Sautján ára ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Langstaðavegi, rétt fyrir austan Selfoss í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn fót útaf og valt tvær og hálfa veltu uns hann nam staðar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan leysti upp partí

Lögreglan í Kópavogi, í samvinnu við lögregluna í Hafnarfirði, leysti upp partí í heimahúsi í Kópavogi í nótt og handtók átta ungmenni, eftir að hass og amfetamín fundust þar við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hross

Hestur drapst þegar bíl var ekið á hann á þjóðveginum skammt frá Hólum í Hjaltadal í gærkvöldi. Höggið var svo mikið að bíllinn er gjör ónýtur og var ökumaður hans fluttur á sjúkrahús, en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Sex létust í sprengingu á lögreglustöð í Írak

Að minnsta kosti sex létust og tólf særðust þegar sprengja sprakk á lögreglustöð í borginni Hilla í Írak í morgun. Á meðal látinnar er yfirmaður sérsveitar lögreglunnar á svæðinu. Þeir slösuðu eru allt lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að ná sátt um refsiaðgerðir vegna kjarnorkutilrauna

Kínverjar og Suður-Kóreumenn styðja viðeigandi og nauðsynlegar aðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, gegn Norður-Kóreumönnum, vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Öryggisráðgjafi Suður-Kóreu sagði þetta eftir fund forseta Suður-Kóreu og forseta Kína í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bænir í stað boltans

Knattspyrna hefur lotið í lægra haldi fyrir trúariðkun í Nígeríu. Færa þurfti kappleik landsliðs karla sem skipað er leikmönnu 20 ára og yngri frá þjóðrleikvanginu í höfuðborginni Abuja vegna kristinnar bænasamkomu. Leikurinn fer fram á laugardaginn en samkoman hefst annað kvöld og stendur í sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að gleðja hermenn á vakt

Ráðamenn í Tælandi, sem rændu þar völdum í síðasta mánuði, hafa bannað þarlendum dansmeyjum að dansa nærri hermönnum og skriðdrekum þeirra á götum Bangkok. Aðfarir þeirra dragi athylgi mannanna frá því að gæta þess að allt fari fram með frið og spekt á götum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðslu frestað

Kínverjar og Rússar hafa fengið það í gegn að atkvæðagreiðslu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilrauna Norður-kóreumanna verður frestað. Bandaríkjamenn vildu að greidd yrðu atkvæði um tillöguna á morgun en svo virðist sem það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Madonna tekur að sér barn frá Malaví

Poppsöngkonana Madonna og eiginmaður hennar, breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, sóttu í dag um að fá að ættleiða ársgamlan dreng frá Malaví. Þau tóku drenginn í fóstur í dag eftir að dómari í heimalandi hans hafði heimilað það. Um leið lögðu hjónin fram formlega umsókn um að fá að ættleiða hann.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir kjósa þing að ári

Tyrkneska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga að ári. Áður höfðu stjórnmálaskýrendur í Tyklandi gert því skóna að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, ætlaði að boða til kosninga hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Fela sig meðal maríúana-plantna

Kanadískir hermenn sem berjast nú við Talíbana í Afganistan hafa mætt heldur óvenjulegum vegtálma á ferð sinni. Þar eru að ræða skóglendi þar sem þriggja metra háar maríúana-plöntur vaxa. Erfiðlega hefur reynst að finna þá Talíbana sem þar fela sig.

Erlent