Fréttir

Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir Kára Þorleifssyni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kára Þorleifssyni. Kári er 23 ára, um 165 cm á hæð, klæddur í gráa úlpu, svartar joggingbuxur og svarta skó. Hann er skolhærður með stuttklippt hár. Kári er með Downs heilkenni, talar lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík fyrir um klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ

Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið.

Erlent
Fréttamynd

Hvarf á flugi yfir Eystrasalti

Þyrlur frá Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi eru nú við leit af lítilli flugvél sem hvarf á flugi yfir Eystrasalti. Flugmaður og tveir aðrir voru um borð á leið frá Berlín í Þýskalandi til Svíþjóðar.

Erlent
Fréttamynd

Nýr diskur og nýr samningur

Bubbi Morthens gaf út nýjan geisladisk og mynddisk í dag og við sama tækifæri undirritaði hann tímamótasamning við Senu um útgáfu verka sinna. Samningurinn tryggir fyrirtækinu útgáfurétt á allri tónlist Bubba fyrr og nú.

Innlent
Fréttamynd

Allt hlutafé FL Group í Icelandair selt

FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum.

Innlent
Fréttamynd

Barbie eykur hagnað Mattel

Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hremmingar sænsku stjórnarinnar halda áfram

Cecilia Stego Chilo, menntamálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í dag eftir að uppvíst varð að hún hefði svikist undan því að greiða sjónvarpsafnotagjöld árum saman. Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptaráðherra landsins sagði af sér af svipuðum ástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Katsav sakaður um nauðganir

Ísraelska lögreglan telur að nægilegar vísbendingar séu fyrir hendi til að ákæra Moshe Katsav, forseta landsins, fyrir nauðganir, kynferðislega áreitni, umboðssvik og símahleranir.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað sjóliðar dóu í sprengjutilræði

Um hundrað sjóliðar úr srí-lankska hernum biðu bana í bílsprengjuárás Tamíl-tígra í morgun. Óttast er að tilræðið spilli verulega fyrir friðarviðræðum ríkisstjórnarinnar og tígranna sem fram eiga að fara í lok mánaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir

Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um morðið á Kozlov

Saksóknari í Rússlandi hefur greint frá því að tilteknir ónafngreindir menn séu grunaðir um morðið á einum æðsta stjórnanda Seðlabankans rússneska. Rússenskir fjölmiðlar segja þrjá Úkraínumenn í haldi lögreglu vegna málsins. Talið er að morðið tengist hertum aðgerðum hans gegn peningaþvætti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fólki verður fjölgað hjá Icelandair

FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn af allur vafi

Loftsýni sem sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar, tóku í síðustu viku staðfesta það að Norður-kóreumenn hafi sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni fyrir viku. Í yfirlýsingur segir að rannsóknir bendi til þess að kraftur sprengingarinnar hafi verið innan við 1 kílótonn sem er innan við tíu sinnum kraftminni sprengja en sú sem varpað var á Hiroshima árið 1945.

Erlent
Fréttamynd

Siniora hafnar boði Olmerts um friðarviðræður

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hafnaði í dag boði Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, um friðarviðræður milli landanna. Siniora sagði að Líbanon væri síðasta landið sem myndi gera einhvers konar samkomulag við Ísraelsríki.

Erlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Ellert gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar

Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember. Í tilkynningu Ellerts segist hann ekki sækjast eftir tilteknu sæti heldur láti kjósendum eftir að velja það.

Innlent
Fréttamynd

Spá óbreyttri verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent en er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska útrásin rannsökuð

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hyggst rannsaka íslensku útrásina á árunum 1998 til 2007 í viðamiklu rannsóknarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma

Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð bílsprengjuárás í Bagdad

Tuttugu létust og 17 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu samtímis í norðurhluta Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við sólsetur í Írak skömmu fyrir Iftar, en það er þegar múslímar rjúfa föstu sína sem stendur yfir frá sólarupprisu til sólseturs dag hvern í helga mánuðinum Ramadan.

Erlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Vímuvarnarvika sett formlega á morgun

Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Kjósarskarðsvegi í morgun

Sextíu og sex ára karlmaður lést í umferðarslysi í Kjósinni laust eftir klukkan ellefu í morgun. Maðurinn mun hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bílnum og orðið undir honum og látist samstundis.

Innlent