Fréttir

Fréttamynd

Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Innlent
Fréttamynd

Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu

Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi í gærmorgun hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson. Hann var fæddur þann 31. maí árið 1940 og var til heimilis að Kirkjuvegi 62 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Innlent
Fréttamynd

Kvarta til siðanefndar vegna myndbirtingar Nyhedsavisen

Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur ákveðið að kvarta til siðanefndar danska blaðamannafélagsins vegna þess að Nyhedsavisen birti á dögunum myndir af fundi hreyfingarinnar þar sem félagar teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Erlent
Fréttamynd

Nauðlenti á leið til Íslands

Þota frá norska flugfélaginu Braathens, sem var á leið frá Osló til Keflavíkur, nauðlenti í gær í Stafangri eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. 108 farþegar voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 737.

Erlent
Fréttamynd

Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla

Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt.

Innlent
Fréttamynd

Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær

Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Ófært yfir Tröllatunguheiði

Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Enn hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíu létust í eldsvoða í námu í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa hneppt eigendur og stjórnendur námafyrirtækis í landinu í varðhald eftir að tíu manns létust í eldsvoða í námum fyrirtækisins. Stjórnvöld segja lélegt rafmagnskerfi orsök eldsvoðans.

Erlent
Fréttamynd

Sony innkallar eigin rafhlöður

Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrír Svíar létust í flugslysi við Svíþjóð

Þrír Svíar fórust þegar fjögurra sæta einkavél þeirra hrapaði í hafið um 30 kílómetra suðaustur af Trelleborg í gærkvöldi. Áhafnir á þyrlum frá Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð hafa fundið brak úr vélinni sem var á leið frá Berlín til Borås í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Tveir látnir eftir lestarslys í Róm

Að minnsta kosti tveir eru látnir og um sextíu slasaðir, sumir mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Haft er eftir slökkviliði á staðnum að einhverjir séu enn fastir í flökunum neðanjarðar.

Erlent
Fréttamynd

Barn Madonnu komið til London

Þrettán mánaða malavískur drengur sem söngkonan Madonna vill ættleiða kom til Bretlands í morgun. Skiptar skoðanir hafa verið um ættleiðingu Madonnu á drengnum og hafa mannréttindasamtök í Malaví reynt að koma í veg fyrir að poppsöngkonan ættleiði drenginn.

Erlent
Fréttamynd

Grundartangi ákjósanlegur fyrir hátækniiðnað

Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í klefa á Litla Hrauni

Eldur kviknaði inni í klefa í fangelsinu á Litla Hrauni undir kvöld í gær þegar vistmaður var fjarverandi. Hann var slökktur áður en hætta stafaði af. Grunur leikur á að einhver fangi hafi kveikt í klefa samfanga síns og verða allir fangar á sama gangi yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust við húsleit í Keflavík

Lögreglan í Keflavík handtók fimm ungmenni á heimili í Keflavík laust fyrir miðnætti. Við húsleit í íbúðinni fundust 70 grömm af hassi og tíu grömm af amfetamíni, sem lagt var hald á.

Innlent
Fréttamynd

Rice á leið til Asíu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær Norður-Kóreu við því að gera aðra kjarnorkutilraun. Hún sagði að litið yrði á aðra tilraun sem ögrun og að hún myndi dýpka einangrun Norður-Kóreu. Rice er nú á leið til Asíu til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Kári Þorleifsson fundinn.

Lögreglan í Reykjavík lýsti í kvöld eftir Kára Þorleifssyni. Kári er með Downs heilkenni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu talar hann lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík. Það var svo á tólfta tímanum í kvöld sem Kári fannst, heill á húfi, á gangi í Kópavoginum.

Innlent
Fréttamynd

Hátæknifyrirtæki skoða Ísland

Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is.

Innlent
Fréttamynd

30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn

Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé.

Erlent