Fréttir

Fréttamynd

BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs

BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli í Kasmír

Indverska lögreglan í Kasmír þurfti að beita valdi til þess að dreifa úr hópi 700 mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur

Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota.

Innlent
Fréttamynd

Grænfriðungar mættir og ætla að kynna baráttuaðferðir sínar

Tveir liðsmenn Grænfriðunga eru komnir til Íslands til að kynna baráttuaðferðir samtakanna geng hvalveiðum Íslendinga. Á morgun ætla samtökin að halda fréttamannafund þar sem farið verður yfir hvaða aðgerðir Grænfriðungar ætla að grípa til á næstu mánuðum til að stöðva hvalveiðar Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir heimilanna aukast

Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis segir útlán banka til heimila hafa vaxið hratt frá miðju ári 2004 í kjölfar sóknar þeirra á íbúðalánamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt

Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Spænskum ljósmyndara rænt á Gasaströndinni

Spænskum ljósmyndara sem starfar fyrir AP-fréttastofuna var rænt á Gasaströndinni í morgun. Maðurinn var leið út úr íbúð sinni í Gasaborg þegar byssumenn á hvítum bíl óku upp að honum og þröngvuðu honum inn í bíl sinn.

Erlent
Fréttamynd

Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú

Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land.

Innlent
Fréttamynd

Bretar vilja óbreytta stýrivexti

Hópur breskra hagfræðinga hvetur peningamálanefnd Englandsbanka til að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum. Nefndin fundar í vikunni í en greinir frá því á fimmtudag hvort stýrivextir verði óbreyttir eður ei.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja auka veg kvenna á Alþingi

Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma Merck undir væntingum

Þýski lyfjaframleiðandinn Merk skilaði 144 milljóna evra hagnaði á þriðja fjórðungin ársins. Þetta svarar til tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna og 20,5 prósenta samdráttar á milli ára. Afkoman var nokkuð undir væntingum greiningaraðila sem spáð höfðu 171 milljóna evra hagnaði eða 14,8 milljörðum króna. Kostnaður vegna kaupa á fyrirtækjum er helsta ástæðan fyrir samdrættinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa

Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnurekendur leiðrétti launamun kynjanna

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínístafélags Ísland skorar á atvinnurekendur að fylgja landslögum og leiðrétta launamun kynjanna í fyrirtækjum sínum. Þessi áskorun er send í tilefni þess að í dag er liðið ár frá því að rúmlega 50.000 íslenskar konur gengu út af vinnustöðum sínum til að vekja athygli á launamuni kynjanna og krefjast leiðréttingar á honum.

Innlent
Fréttamynd

Danskir neytendur bjartsýnir

Berlingske Tidenes skýrir frá því í dag að danskir neytendur séu orðnir bjartsýnir á stöðu og framtíð efnahagsmála í Danmörku. Þetta kom í ljós í mánaðarlegri neytendakönnun sem Hagstofa Danmerkur framkvæmdi.

Erlent
Fréttamynd

Vistkerfi heimsins á hraðari niðurleið en áður hefur þekkst

Vistkerfi heimsis eru á hraðari niðurleið en áður hefur þekkst og jarðarbúar nýta auðlindir jarðar hraðar en þær geta endurnýjað sig. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna World Wide Fund for Nature um ástand jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður BP jókst um 58 prósent

Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dvínandi stuðningur við Evrópusambandið í Tyrklandi

Undir þriðjungi Tyrkja telur nauðsynlegt fyrir landið að ganga í Evrópusambandið samkvæmt skoðannakönnun sem var birt í gær. Mun þetta vera nýjasta staðfestingin á dvínandi stuðningi á aðildarviðræðum og kemur hún á sama tíma og Evrópusambandið þrýstir á Ankara í forviðræðunum sem nú eiga sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík

Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman.

Innlent
Fréttamynd

Matarskortur í Norður-Kóreu

Matarskortur í Norður-Kóreu er mikill og hefur aukist eftir að stjórnvöldi í Pyongyang sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni og helstu ríki og alþjóðasamtök drógu stuðning sinn til baka. Þetta segir Vitit Muntarbhorn, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með ástandi mannréttindamála í Norður-Kóreu. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, að íbúum í Norður-Kóreu skorti mat og til að bæta gráu ofan á svart hafi mikil flóð eyðilagt uppskeru í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu frá Coke og reyndu að selja Pepsi

Tveir menn, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að stela viðskiptaleyndarmálum frá Coca-Cola og selja þau til PepsiCo játuðu sekt sína fyrir dómi í Bandaríkjunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Sementsverksmiðjuna í burt

Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga.

Innlent
Fréttamynd

I-Pod spilarinn 5 ára

Fimm áru eru frá því fyrsti iPod spilarinn kom á markað. Með honum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Þá má nú sjá á annarri hverri manneskju hvort sem er út á götu, í almenningsfarartækjum eða við vinnu. Apple tölvufyrirtækið framleiðir þessa græju og hefur hún náð mikilli útbreiðslu á ekki lengri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Minnislaus maður finnur ættingja sína

Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram.

Erlent
Fréttamynd

Maður handtekinn eftir áhlaup á rútu

Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum hefur handtekið 28 ára gamlan mann sem hélt því fram að hann væri með sprengju bundna um sig miðjan þegar rúta sem hann var á ferð með lagði á rútustöð á miðri Manhattan síðdegis í dag. Maðurinn er sagður andlega vanheill. Rútustöðin, sem er sú stærsta í borginni og þjónar 200 þúsund farþegum á dag, var rýmd að hluta vegna málsins.

Erlent