Fréttir

Fréttamynd

Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp yfir Hussein á sunnudag

Búist er við því að dómur verði kveðinn upp á sunnudag yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans vegna morðs á nærri 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Fólkið lét hann drepa eftir að reynt var að ráða hann af dögum í bænum. Fari svo að hann verði sakfelldur má búast við því að hans bíði dauðadómur sem framfylgt verður með hengingu.

Erlent
Fréttamynd

Ferðastyrkur framvegis til tveggja fylgdarmanna barna

Ferðastyrkur verður framvegis greiddur fyrir tvo fylgdarmenn en ekki einn þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð eftir breytingar á reglugerð sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í dag. Um leið kynnti ráðherrann breytingarnar fyrir fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að hundruð þúsunda flýi heimili sín í Írak

Um fimmtíu þúsund Írakar flýja heimili sín í hverjum mánuði og búast má við að hundruð þúsunda muni gera það á næstunni vegna viðvarandi óstöðuleika í landinu. Þetta er mat flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Kynnir uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir kjördæmisþing

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnir á morgun uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum á blaðamannafundi í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 14. Fyrr um daginn heldur Framsóknarflokkurinn aukakjördæmisþing á sama stað þar sem líklegt er að framsóknarmenn stilli Siv upp til forystu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Tundurdufl í trolli togara gert óvirkt

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgælsunnar hafa gert tundurdufl sem fyrstitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið í nótt óvirkt. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að tundurduflið hafi komið í trollið hjá Kleifarberginu þegar togarinn var staddur um 40 sjómílur norður af Straumnesi um klukkan fjögur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Vægi Íslands eykst í Norðurlandaráði

Norðurlandaráð og Vestnorræna ráðið ætla í sameiningu að gera Norðurskautssvæðið og Vestur-Norðurlönd að sýningarglugga, til að vekja athygli á loftslagsbreytingum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpi vísað til annarrar umræðu

Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lauk á Alþingi um klukkan tvö í dag. Samþykkt var að vísa því til annarrar umræðu og menntamálanefndar með 32 samhljóða atkvæðum en 31 þingmaður var fjarstadddur.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginleg kynning á norrænum mat

Norræn matvæli verða í sviðsljósinu í verkefni sem Norræna ráðherranefndin er að hleypa af stokkunum. Markmiðið er að breiða út þekkingu á hráefnum og tilbúnum matvælum frá Norðurlöndum á matar- og ferðaþjónustumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða

Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað

Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað í heimahúsi, en með brotinu rauf hún skilorð. Konan var ákærð bæði fyrir þjófnað í verslun Europris í Reykjavík i nóvember í fyrra og fyrir að hafa farið inn hús í miðbænum á Þorláksmessu í fyrra og reynt að hafa þaðan á brott fatnað, matvæli og jólagjafir:

Innlent
Fréttamynd

Dómur yfir Saddam á sunnudag

Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir Saddam Hussein og sjö meðreiðarsveinum hans á sunnudag, í einum af mörgum ákæruliðum sem þeir verða að svara fyrir. Krafist er dauðadóms yfir forsetanum fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Saka arabíska vígamenn um morð á börnum í Darfur

Friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur-héraði í Súdan saka arabíska vígamenn úr svokölluðum Janjawwed-sveitum um að hafa drepið að minnsta kosti 63 borgara í árásum í liðinni viku. Þar af sé tæpur helmingur börn undir tólf ára aldri.

Erlent
Fréttamynd

Osta- og smjörsalan áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Osta- og smjörsalan hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá því um miðjan október þess efnis að fyrirtækið hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að láta Mjólku greiða hærra verð fyrir undanrennuduft en annan viðskiptavin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Osta- og smjörsölunni.

Innlent
Fréttamynd

Gjald í Framkvæmdasjóð aldraða hækki um tæp fjögur prósent

Heibrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 6.075 krónum í 6.314. Hækkunin nemur um fjórum prósentum og segir í athugasemdum með frumvarpinu að hún sé vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember í fyrra, en þá hafi byggingarvísitalan hækkað um tæp fjögur prósent.

Innlent
Fréttamynd

Rændi gínu til að bæta fyrir kvenmannsleysi

Þau eru misjöfn verkefnin sem lögregla fæst við og þeir þjófar sem hún hefur afskipti af misörvæntingarfullir. Þannig var karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn í gær eftir að hann hafði haft gínu úr verslun á brott með sér.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tundurdufl í trollið

Sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni kanna nú tundurdufl sem togarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk í trollið hjá sér í nótt. Þá var skipið að veiðum á Vestfjarðamiðum og var veiðum hætt í kjölfarið enda vildu skipverjar fara að öllu með gát.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 120 óku of hratt á gatnamótum

Ríflega 120 ökumenn sem fóru um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eiga yfir höfði sér sektir vegna hraðakstursbrota sem náðust á löggæslumyndavél þar á síðasta sólarhring. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að meðalhraði hinna brotlegu hafi verið um 82 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 115. Það telst vera ofsaakstur þar sem hámarkshraði á þessum fjölförnustu gatnamótum borgarinnar er 60 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Skotið á mosku

Minnst tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. 60 palestínskir byssumenn höfðu leitað þar skjóls og konurnar höfðu tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna.

Erlent
Fréttamynd

Bechtel kallar starfsmenn heim frá Írak

Bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel hefur ákveðið að kalla alla starfsmenn sína heim frá Írak. Fyrirtækið, sem er að reisa álver í Reyðarfirði fyrir Fjarðaál, hefur einnig tekið þátt í endurbyggingu í Írak. Rúmlega fimmtíu starfsmenn fyrirtækisins hafa týnt lífi þar.

Erlent
Fréttamynd

Bók um smábörn sögð lífshættuleg

Margir sérfræðingar, á Norðurlöndunum, vara eindregið við sænskri bók um barnauppeldi, sem þeir segja að sé beinlínis lífshættuleg börnum. Höfundurinn er Anna Wahlgren, sem sjálf er ellefu barna móðir.

Erlent
Fréttamynd

Ungir ökumenn fái aðeins kraftlitla bíla

Nýir ökumenn fá einungis að aka kraftminni bifreiðum á ákveðnum tímum sólarhrings, flytja takmarkaðan fjölda farþega yngri en 20 ára og ökutæki þeirra gætu verið gerð upptæk. Þetta kemur fram í nýjum drögum að frumvarpi samgönguráðuherra um breytingar á umferðarlögum. Þá þarf ökumaður með fjóra refsipunkta að taka námskeið og bílpróf upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Hafa efasemdir um spár um hrun í dýraríki sjávar

Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti að spilla umhverfi og lífríki sjávar, segja erlendir vísindamenn. Íslenskir útvegsmenn og fiskifræðingar eru ekki alveg eins vissir.

Innlent