Fréttir Forsætisráðherra íraks vonar að Saddam verði fundinn sekur Forsætisráðherra íraks, Nouri al-Maliki, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks fengi það sem hann ætti skilið. Erlent 4.11.2006 17:48 Flokkurinn þarf að kynna sín góðu verk Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í dag. Samúel segir flokkinn þurfa að kynna betur sín góðu verk. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfkjörin í forystusætið. Innlent 4.11.2006 17:45 Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki. Erlent 4.11.2006 17:23 Tæplega 2300 kosið í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi höfðu 2289 kosið klukkan fjögur í dag. Innlent 4.11.2006 17:04 Umhverfisverndar- sinnar mótmæla í Lundúnum Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Erlent 4.11.2006 16:24 Tæplega 3000 kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Tæplega 3000 manns voru búnir að kjósa kl. 15. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 15:46 KB Banki færir Krabbameinsfélagi Íslands nýtt tæki til greiningar á brjóstakrabbameini Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Innlent 4.11.2006 15:42 Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu. Erlent 4.11.2006 15:30 Tæplega 1900 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1870 búnir að kjósa kl. 13. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 14:33 Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt. Innlent 4.11.2006 14:11 Fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu jafnvel leyfðar á ný í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í næstu viku fyrir bann við fóstureyðingum eftir 20. viku meðgöngu. Talið er að þetta verði í fyrsta sinn sem reyni á þá stefnu sem að George W. Bush vill marka í fóstureyðingum. Erlent 4.11.2006 14:08 800 greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi 800 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi kl. 12 á hádegi, þar af 365 utankjörfundar. Innlent 4.11.2006 14:01 Yfirvöld í Líbíu fresta dómi í HIV máli Yfirvöld í Líbíu hafa frestað dómi í máli erlendra lækna, sem sakaðir eru um að sýkja 426 börn af HIV veirunni, fram til 19. desember næstkomandi. Erlent 4.11.2006 13:00 NATO í átökum í nágrenni Kabúl Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum. Erlent 4.11.2006 12:50 Biðlistar eftir hjúkrunarplássum nánast hverfa 2010 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Innlent 4.11.2006 12:31 Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær. Innlent 4.11.2006 12:28 Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun. Erlent 4.11.2006 11:58 Tæplega 1100 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1089 búnir að kjósa kl. 11. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 11:36 Hóta því að slíta friðarviðræðum Frelsissamtök Baska, ETA, hótaði því í morgun að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld á Spáni skili þær ekki árangri fljótlega. Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Liðsmenn samtakanna segja spænsk stjórnvöld ofsækja stuðningsmenn ETA þrátt fyrir tilkynningu Zapatero, forseta, frá því í sumar um að hann ætlaði að hefja friðarviðræður við forvígismenn samtakanna. Erlent 4.11.2006 10:29 4 týndu lífi í troðningi Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján slösuðust í troðningi sem varð fyrir utan hof Hindúa í Orissa-héraði í Austur-Indlandi í morgun. Mörg þúsund hindúar höfðu safnast saman fyrir utan hofið við upphaf hátíðarhalda. Erlent 4.11.2006 10:27 Kínverjar styðja Afríkuríki Kínverjar hafa heitið því að tvöfalda fjárstuðning sinn við Afríkuríki með því að útvega þeim lán sem nemi jafnvirði tæplega 350 milljarða íslenskra króna til næstu þriggja ára. Hu Jintao, forseti Kína, tilkynnti þetta við upphaf ráðstefnu í Peking, en hana sækja leiðtogar og ráðherrar flestra Afríkuríkja. Erlent 4.11.2006 10:05 Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag. Innlent 4.11.2006 09:42 Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Erlent 3.11.2006 18:17 Hestum bjargað af hól Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum. 18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný. Erlent 3.11.2006 18:21 Sýndi ódæðið á netinu Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar. Erlent 3.11.2006 18:14 Skotárás mótmælt Tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Hópur herskárra Palestínumanna hafði leitað þar skjóls og höfðu konurnar svarað kalli Hamas-liða og tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Efnt var til mótmælagöngu á götum borga og bæja á Gaza-svæðinu vegna atburðarins. Byssumennirnir sátu í moskunni meðan umsátrið varði í 19 klukkustundi. Hermenn umkringdu moskuna. Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báðu þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Um tvö hundruð konur komu á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni og stóðu við hana. Atvikið mun nú í rannsókn hjá Ísraelsher en hermenn á vettvangi segjast hafa verið að svara skothríð frá Palestínumönnunum sem hafi falið sig meðal kvennanna. Sumir þeirra eru sagðir hafa dulbúið sig sem konur til að lauma sér út úr moskunni. Ekki liggur fyrir hve margir herskáir Palestínumenn sem leituðu skjóls í moskunni. Sumir miðlar segja þá hafa verið allt að sextíu en aðrir að þeir hafi ekki verið fleiri en fimmtán. Rúmlega 20 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn. Ísraelsher segir áhlaupið gert til að koma í veg fyrir að herskáir Palestínumenn skjóti flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hafa báðir fordæmt aðgerðir Ísrelshers í Beit Hanoun og sagt þær fjöldamorð. Erlent 3.11.2006 17:46 Hjálparhella Íslendinga bendluð við peningaþvætti Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstrablaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 18:32 Stefna að álveri í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð og álver vestan við Þorlákshöfn. Orkumagnið sem þetta tvennt krefst er jafnmikið og helmingsframleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar. Innlent 3.11.2006 18:02 Lögregla lýsir eftir karlmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kristófer Erni Sigurðarsyni til heimilis að Logafold 141 í Reykjavík. Hann er um 185 sm á hæð með stutt, skolleitt hár. Kristófer var klæddur í bláar gallabuxur, ljósbláa rúllukragapeysu, svartan teinóttan jakka og svört kúrekastígvél. Innlent 3.11.2006 17:25 Skákmaraþon Hrafns gengur vel Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins, hefur nú teflt 70 skákir í skákmaraþoni sínu sem fram fer í Kringlunni. Hrafn hóf maraþonið klukkan níu í morgun og hyggst tefla í 40 klukkustundir eða eins langan tíma og það tekur að tefla 250 skákir. Með þessu er hann að safna fé fyrir starfi Hróksins á Grænlandi og hefur sparibauk verið komið fyrir í Kringlunni. Innlent 3.11.2006 17:14 « ‹ ›
Forsætisráðherra íraks vonar að Saddam verði fundinn sekur Forsætisráðherra íraks, Nouri al-Maliki, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks fengi það sem hann ætti skilið. Erlent 4.11.2006 17:48
Flokkurinn þarf að kynna sín góðu verk Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í dag. Samúel segir flokkinn þurfa að kynna betur sín góðu verk. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfkjörin í forystusætið. Innlent 4.11.2006 17:45
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki. Erlent 4.11.2006 17:23
Tæplega 2300 kosið í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi höfðu 2289 kosið klukkan fjögur í dag. Innlent 4.11.2006 17:04
Umhverfisverndar- sinnar mótmæla í Lundúnum Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Erlent 4.11.2006 16:24
Tæplega 3000 kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Tæplega 3000 manns voru búnir að kjósa kl. 15. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 15:46
KB Banki færir Krabbameinsfélagi Íslands nýtt tæki til greiningar á brjóstakrabbameini Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Innlent 4.11.2006 15:42
Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu. Erlent 4.11.2006 15:30
Tæplega 1900 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1870 búnir að kjósa kl. 13. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 14:33
Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt. Innlent 4.11.2006 14:11
Fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu jafnvel leyfðar á ný í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í næstu viku fyrir bann við fóstureyðingum eftir 20. viku meðgöngu. Talið er að þetta verði í fyrsta sinn sem reyni á þá stefnu sem að George W. Bush vill marka í fóstureyðingum. Erlent 4.11.2006 14:08
800 greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi 800 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi kl. 12 á hádegi, þar af 365 utankjörfundar. Innlent 4.11.2006 14:01
Yfirvöld í Líbíu fresta dómi í HIV máli Yfirvöld í Líbíu hafa frestað dómi í máli erlendra lækna, sem sakaðir eru um að sýkja 426 börn af HIV veirunni, fram til 19. desember næstkomandi. Erlent 4.11.2006 13:00
NATO í átökum í nágrenni Kabúl Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum. Erlent 4.11.2006 12:50
Biðlistar eftir hjúkrunarplássum nánast hverfa 2010 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Innlent 4.11.2006 12:31
Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær. Innlent 4.11.2006 12:28
Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun. Erlent 4.11.2006 11:58
Tæplega 1100 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi Alls voru 1089 búnir að kjósa kl. 11. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 4.11.2006 11:36
Hóta því að slíta friðarviðræðum Frelsissamtök Baska, ETA, hótaði því í morgun að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld á Spáni skili þær ekki árangri fljótlega. Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Liðsmenn samtakanna segja spænsk stjórnvöld ofsækja stuðningsmenn ETA þrátt fyrir tilkynningu Zapatero, forseta, frá því í sumar um að hann ætlaði að hefja friðarviðræður við forvígismenn samtakanna. Erlent 4.11.2006 10:29
4 týndu lífi í troðningi Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján slösuðust í troðningi sem varð fyrir utan hof Hindúa í Orissa-héraði í Austur-Indlandi í morgun. Mörg þúsund hindúar höfðu safnast saman fyrir utan hofið við upphaf hátíðarhalda. Erlent 4.11.2006 10:27
Kínverjar styðja Afríkuríki Kínverjar hafa heitið því að tvöfalda fjárstuðning sinn við Afríkuríki með því að útvega þeim lán sem nemi jafnvirði tæplega 350 milljarða íslenskra króna til næstu þriggja ára. Hu Jintao, forseti Kína, tilkynnti þetta við upphaf ráðstefnu í Peking, en hana sækja leiðtogar og ráðherrar flestra Afríkuríkja. Erlent 4.11.2006 10:05
Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag. Innlent 4.11.2006 09:42
Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Erlent 3.11.2006 18:17
Hestum bjargað af hól Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum. 18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný. Erlent 3.11.2006 18:21
Sýndi ódæðið á netinu Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar. Erlent 3.11.2006 18:14
Skotárás mótmælt Tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Hópur herskárra Palestínumanna hafði leitað þar skjóls og höfðu konurnar svarað kalli Hamas-liða og tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Efnt var til mótmælagöngu á götum borga og bæja á Gaza-svæðinu vegna atburðarins. Byssumennirnir sátu í moskunni meðan umsátrið varði í 19 klukkustundi. Hermenn umkringdu moskuna. Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báðu þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Um tvö hundruð konur komu á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni og stóðu við hana. Atvikið mun nú í rannsókn hjá Ísraelsher en hermenn á vettvangi segjast hafa verið að svara skothríð frá Palestínumönnunum sem hafi falið sig meðal kvennanna. Sumir þeirra eru sagðir hafa dulbúið sig sem konur til að lauma sér út úr moskunni. Ekki liggur fyrir hve margir herskáir Palestínumenn sem leituðu skjóls í moskunni. Sumir miðlar segja þá hafa verið allt að sextíu en aðrir að þeir hafi ekki verið fleiri en fimmtán. Rúmlega 20 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn. Ísraelsher segir áhlaupið gert til að koma í veg fyrir að herskáir Palestínumenn skjóti flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hafa báðir fordæmt aðgerðir Ísrelshers í Beit Hanoun og sagt þær fjöldamorð. Erlent 3.11.2006 17:46
Hjálparhella Íslendinga bendluð við peningaþvætti Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstrablaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 18:32
Stefna að álveri í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð og álver vestan við Þorlákshöfn. Orkumagnið sem þetta tvennt krefst er jafnmikið og helmingsframleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar. Innlent 3.11.2006 18:02
Lögregla lýsir eftir karlmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kristófer Erni Sigurðarsyni til heimilis að Logafold 141 í Reykjavík. Hann er um 185 sm á hæð með stutt, skolleitt hár. Kristófer var klæddur í bláar gallabuxur, ljósbláa rúllukragapeysu, svartan teinóttan jakka og svört kúrekastígvél. Innlent 3.11.2006 17:25
Skákmaraþon Hrafns gengur vel Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins, hefur nú teflt 70 skákir í skákmaraþoni sínu sem fram fer í Kringlunni. Hrafn hóf maraþonið klukkan níu í morgun og hyggst tefla í 40 klukkustundir eða eins langan tíma og það tekur að tefla 250 skákir. Með þessu er hann að safna fé fyrir starfi Hróksins á Grænlandi og hefur sparibauk verið komið fyrir í Kringlunni. Innlent 3.11.2006 17:14