Fréttir Lúðvík vantar aðeins fjögur atkvæði í annað sætið Búið er að telja 3.500 atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Lúðvík Bergvinsson vantar aðeins fjögur atkvæði til verða jafn Ragnheiði Hergeirsdóttur í annað sætið. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í öðru sæti með 1.042 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.038 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 6.11.2006 20:09 Rafmagn fór af Evrópu Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Pearl slökkti um helgina ljósin í Evrópu. Milljónir manna í 12 löndum misstu rafmagnið. Skipið var að sigla upp eftir ánni Ems, í Þýskalandi. Ákveðið var að rjúfa straum á mikilvægri rafleiðslu þar sem skipið er afar stórt. Það varð til þess að yfirspenna varð á öðrum leiðslum og þær sló út. Við það fór rafmagnið af stórum hluta Frakklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Austurríkis og fleiri landa. Erlent 6.11.2006 18:11 Hægt að komast hjá vandræðum Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir Íslendinga nú hafa tækifæri til að haga innflytjendamálum þannig að hægt verði að komast hjá vandræðum sem blossað hafi upp í grannríkjum. Hann segir málefni innflytjenda komin á borð sérfræðinga í öryggismálum og þau rædd á ráðstefnum Atlantshafsbandalagsins. Innlent 6.11.2006 19:18 Mikil spenna um annað og þriðja sætið Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu. Innlent 6.11.2006 19:15 Ísjakar undan strönd Nýja Sjálands Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa sent frá sér viðvörun til sjófarenda vegna mörg hundruð ísjaka undan strönd landsins. Töluverð hætta er talin geta skapast nærri jökunum þar sem veður á svæðinu mun versna. Erlent 6.11.2006 18:08 Björgvini þakklæti í huga Björgvini G. Sigurðssyni er mikið þakklæti í huga til þeirra sem studdu hann í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin er nú efstur í prófkjörinu en hann segir vert að hafa í huga að einungis sé búið að telja tæpan helming atkvæða. Róbert Marshall býður sig nú fram í fyrsta sinn og er í þriðja sæti. Róbert þakkaði kjósendum þegar búið var að birta tölur í þriðja sinn. Innlent 6.11.2006 19:03 Tekist á um horfur í efnahagslífinu Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu. Innlent 6.11.2006 17:38 Lést eftir neyslu á e-töflu Kona á þrítugsaldri lést á laugardagsmorgun eftir að hafa tekið inn e-töflu og tveir piltar, á sautjánda ári, voru fluttir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun eftir neyslu á e-töflum. Þeir liggja nú á Barnaspítala Hringsins alvarlega veikir. Innlent 6.11.2006 18:34 Þakklát fyrir björgunina Ferðalangarnir, sem komust í hann krappan á Möðrudalsöræfum í gær þegar rúður brotnuðu í bíl þeirra í aftakaveðri, eru þakklátir bjargvættum sínum. Þeir segja lífsreynsluna hafa verið ógnvænlega en ógleymanlega. Innlent 6.11.2006 18:36 Róbert kominn í 3. sæti Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti. Innlent 6.11.2006 18:41 Björgvin G. Sigurðsson leiðir eftir fyrstu tölur Fyrstu tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi voru birtar klukkan 18:20. Björgvin G. Sigurðsson er nú í 1. sæti með 503 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 3 sæti. Róbert Marshall í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti. Innlent 6.11.2006 18:18 Frjálslyndir segja innflytjendamál ekki mega vera "tabú" Leiðtogar frjálslyndra segja umræður um málefni innflytjenda ekki mega vera tabú hjá stjórnmálamönnum. Ríkisvaldið er harðlega gagnrýnt fyrir orð en engar gjörðir í málefnum nýbúa, en ekki er gert ráð fyrir fjárframlögum til málaflokksins í fjárlögum þessa árs. Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir andstæðinga reyna að setja stimpil kynþáttafordóma á flokkinn. Innlent 6.11.2006 17:31 Bílvelta í Súgandafirði Jeppi valt í Súgandafirði á fimmta tímanum í dag. Slysið átti sér stað við bæinn Botn. Fjórir voru í bílnum þegar hann valt og sluppu allir ómeiddir. Bíllinn er gjörónýtur en lögreglan á Ísafirði segir hálku hafa verið á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Innlent 6.11.2006 17:11 Valgerður fundaði með Jústsjenkó Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Innlent 6.11.2006 17:07 Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:57 Lögfræðiteymi í bandaríska kosningaslaginn Bæði repúblikanar og demókratar í Bandaríkjunum eru búnir að safna saman hópum lögfræðinga, sem eiga að leggja fram kærur ef úrslit verða einhversstaðar í vafa í þingkosningunum sem fram fara á morgun. Erlent 6.11.2006 16:47 Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:43 Útgöngubanni aflétt að hluta til í Bagdad Íröksk yfirvöld hafa aflétt útgöngubanni í höfðuborginni Bagdad að hluta til en því var komið á áður en Saddam Hussein, fyrrverandi forseti landsins, var dæmdur til dauða í gær fyrir glæpi gegn mannkyni. Óttast var að til uppþota kæmi í kjölfarið í höfuðborginni en allt hefur verið með kyrrum kjörum í dag. Erlent 6.11.2006 16:29 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og svipti hann ökuleyfi í fimm ár fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og vopnalagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í haust. Maðurinn játaði fúslega brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1997. Innlent 6.11.2006 16:16 Bandaríkin segjast standa sig vel í loftslagsmálum Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umhverfismálum segir að Bandaríkin standi sig betur í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en mörg önnur lönd. Hann á ekki von á því að bandaríkjamenn undirgangist Kyoto samkomulagið, meðan núverandi ríkisstjórn situr í Washington. Erlent 6.11.2006 16:14 Methagnaður hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:12 Davíð verður ekki forstjóri Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunarinnar Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er úr leik í samkeppninni um að verða næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hann var tilnefndur fyrir Íslands hönd en var ekki í hópi þeirra fimm sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar valdi til áframhaldandi mats. Innlent 6.11.2006 16:01 Krefjast þess að hætt verði að vernda mjólkuriðnað um áramótin Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu krefst þess að innflutningsvernd mjólkurafurða verði felld niður um næstu áramót, þegar afurðastöðvar íslenska mjólkuriðnaðarins (aðrar en Mjólka) sameinast. Í kjölfarið verði komið á samkeppnismarkaði þessara vara. Innlent 6.11.2006 15:40 Safna 10 þúsund rúllum og böggum til uppgræðslu Rangárþing eystra og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samkomulag um söfnun 10 þúsund heyrúllna og bagga á næstu fjórum árum til að nota við heftingu sandfoks með það að markmiði að tryggja örugga umferð til og frá fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Innlent 6.11.2006 15:33 Þingmönnum synjað um kött gegn músaplágu Yfirvöld hafa synjað beiðni breskra þingmanna um að fá kött, til þess að takast á við mikla músaplágu í þinghúsinu. Mýsnar hrjá bæði háa og lága; þær skoppa um á milli skrifborða blaðamanna, jafnt og í testofu þinghússins. Erlent 6.11.2006 15:25 Fimmti hver Dani fylgjandi dauðarefsingu Fimmti hver Dani er fylgjandi því að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarstofnunin IFKA hefur gert. Sagt er frá því á vef Jótlandspóstsins að dauðarefsing hafi verið endanlega tekin úr lögum í Danmörku árið 1993 en í dag séu um 20 prósent þjóðarinnar sem telji að refsa skuli fyrir sum brot með dauðadómi. Erlent 6.11.2006 15:08 Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast. Viðskipti erlent 6.11.2006 14:51 Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár. Innlent 6.11.2006 14:46 Víða hálka og þungfært á vegum Innlent 6.11.2006 14:29 Actavis setur sykursýkilyf á markað í Bandaríkjunum Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glipizide ER í Bandaríkjunum sem er samheitalyf frumlyfsins Glucotrol XL®, sem framleitt er af Pfizer. Fram kemur í tilkynningu frá Actabvis að heildarsala lyfsins síðastliðið ár í Bandaríkjunum nemi um 13 milljörðum króna en Actavis er eitt af þremur fyrirtækjum á markaði með lyfið. Innlent 6.11.2006 14:23 « ‹ 334 ›
Lúðvík vantar aðeins fjögur atkvæði í annað sætið Búið er að telja 3.500 atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Lúðvík Bergvinsson vantar aðeins fjögur atkvæði til verða jafn Ragnheiði Hergeirsdóttur í annað sætið. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í öðru sæti með 1.042 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.038 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 6.11.2006 20:09
Rafmagn fór af Evrópu Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Pearl slökkti um helgina ljósin í Evrópu. Milljónir manna í 12 löndum misstu rafmagnið. Skipið var að sigla upp eftir ánni Ems, í Þýskalandi. Ákveðið var að rjúfa straum á mikilvægri rafleiðslu þar sem skipið er afar stórt. Það varð til þess að yfirspenna varð á öðrum leiðslum og þær sló út. Við það fór rafmagnið af stórum hluta Frakklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Austurríkis og fleiri landa. Erlent 6.11.2006 18:11
Hægt að komast hjá vandræðum Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir Íslendinga nú hafa tækifæri til að haga innflytjendamálum þannig að hægt verði að komast hjá vandræðum sem blossað hafi upp í grannríkjum. Hann segir málefni innflytjenda komin á borð sérfræðinga í öryggismálum og þau rædd á ráðstefnum Atlantshafsbandalagsins. Innlent 6.11.2006 19:18
Mikil spenna um annað og þriðja sætið Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu. Innlent 6.11.2006 19:15
Ísjakar undan strönd Nýja Sjálands Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa sent frá sér viðvörun til sjófarenda vegna mörg hundruð ísjaka undan strönd landsins. Töluverð hætta er talin geta skapast nærri jökunum þar sem veður á svæðinu mun versna. Erlent 6.11.2006 18:08
Björgvini þakklæti í huga Björgvini G. Sigurðssyni er mikið þakklæti í huga til þeirra sem studdu hann í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin er nú efstur í prófkjörinu en hann segir vert að hafa í huga að einungis sé búið að telja tæpan helming atkvæða. Róbert Marshall býður sig nú fram í fyrsta sinn og er í þriðja sæti. Róbert þakkaði kjósendum þegar búið var að birta tölur í þriðja sinn. Innlent 6.11.2006 19:03
Tekist á um horfur í efnahagslífinu Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu. Innlent 6.11.2006 17:38
Lést eftir neyslu á e-töflu Kona á þrítugsaldri lést á laugardagsmorgun eftir að hafa tekið inn e-töflu og tveir piltar, á sautjánda ári, voru fluttir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun eftir neyslu á e-töflum. Þeir liggja nú á Barnaspítala Hringsins alvarlega veikir. Innlent 6.11.2006 18:34
Þakklát fyrir björgunina Ferðalangarnir, sem komust í hann krappan á Möðrudalsöræfum í gær þegar rúður brotnuðu í bíl þeirra í aftakaveðri, eru þakklátir bjargvættum sínum. Þeir segja lífsreynsluna hafa verið ógnvænlega en ógleymanlega. Innlent 6.11.2006 18:36
Róbert kominn í 3. sæti Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti. Innlent 6.11.2006 18:41
Björgvin G. Sigurðsson leiðir eftir fyrstu tölur Fyrstu tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi voru birtar klukkan 18:20. Björgvin G. Sigurðsson er nú í 1. sæti með 503 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 3 sæti. Róbert Marshall í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti. Innlent 6.11.2006 18:18
Frjálslyndir segja innflytjendamál ekki mega vera "tabú" Leiðtogar frjálslyndra segja umræður um málefni innflytjenda ekki mega vera tabú hjá stjórnmálamönnum. Ríkisvaldið er harðlega gagnrýnt fyrir orð en engar gjörðir í málefnum nýbúa, en ekki er gert ráð fyrir fjárframlögum til málaflokksins í fjárlögum þessa árs. Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir andstæðinga reyna að setja stimpil kynþáttafordóma á flokkinn. Innlent 6.11.2006 17:31
Bílvelta í Súgandafirði Jeppi valt í Súgandafirði á fimmta tímanum í dag. Slysið átti sér stað við bæinn Botn. Fjórir voru í bílnum þegar hann valt og sluppu allir ómeiddir. Bíllinn er gjörónýtur en lögreglan á Ísafirði segir hálku hafa verið á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Innlent 6.11.2006 17:11
Valgerður fundaði með Jústsjenkó Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Innlent 6.11.2006 17:07
Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:57
Lögfræðiteymi í bandaríska kosningaslaginn Bæði repúblikanar og demókratar í Bandaríkjunum eru búnir að safna saman hópum lögfræðinga, sem eiga að leggja fram kærur ef úrslit verða einhversstaðar í vafa í þingkosningunum sem fram fara á morgun. Erlent 6.11.2006 16:47
Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:43
Útgöngubanni aflétt að hluta til í Bagdad Íröksk yfirvöld hafa aflétt útgöngubanni í höfðuborginni Bagdad að hluta til en því var komið á áður en Saddam Hussein, fyrrverandi forseti landsins, var dæmdur til dauða í gær fyrir glæpi gegn mannkyni. Óttast var að til uppþota kæmi í kjölfarið í höfuðborginni en allt hefur verið með kyrrum kjörum í dag. Erlent 6.11.2006 16:29
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og svipti hann ökuleyfi í fimm ár fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og vopnalagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í haust. Maðurinn játaði fúslega brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1997. Innlent 6.11.2006 16:16
Bandaríkin segjast standa sig vel í loftslagsmálum Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umhverfismálum segir að Bandaríkin standi sig betur í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en mörg önnur lönd. Hann á ekki von á því að bandaríkjamenn undirgangist Kyoto samkomulagið, meðan núverandi ríkisstjórn situr í Washington. Erlent 6.11.2006 16:14
Methagnaður hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:12
Davíð verður ekki forstjóri Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunarinnar Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er úr leik í samkeppninni um að verða næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hann var tilnefndur fyrir Íslands hönd en var ekki í hópi þeirra fimm sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar valdi til áframhaldandi mats. Innlent 6.11.2006 16:01
Krefjast þess að hætt verði að vernda mjólkuriðnað um áramótin Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu krefst þess að innflutningsvernd mjólkurafurða verði felld niður um næstu áramót, þegar afurðastöðvar íslenska mjólkuriðnaðarins (aðrar en Mjólka) sameinast. Í kjölfarið verði komið á samkeppnismarkaði þessara vara. Innlent 6.11.2006 15:40
Safna 10 þúsund rúllum og böggum til uppgræðslu Rangárþing eystra og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samkomulag um söfnun 10 þúsund heyrúllna og bagga á næstu fjórum árum til að nota við heftingu sandfoks með það að markmiði að tryggja örugga umferð til og frá fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Innlent 6.11.2006 15:33
Þingmönnum synjað um kött gegn músaplágu Yfirvöld hafa synjað beiðni breskra þingmanna um að fá kött, til þess að takast á við mikla músaplágu í þinghúsinu. Mýsnar hrjá bæði háa og lága; þær skoppa um á milli skrifborða blaðamanna, jafnt og í testofu þinghússins. Erlent 6.11.2006 15:25
Fimmti hver Dani fylgjandi dauðarefsingu Fimmti hver Dani er fylgjandi því að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarstofnunin IFKA hefur gert. Sagt er frá því á vef Jótlandspóstsins að dauðarefsing hafi verið endanlega tekin úr lögum í Danmörku árið 1993 en í dag séu um 20 prósent þjóðarinnar sem telji að refsa skuli fyrir sum brot með dauðadómi. Erlent 6.11.2006 15:08
Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast. Viðskipti erlent 6.11.2006 14:51
Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár. Innlent 6.11.2006 14:46
Actavis setur sykursýkilyf á markað í Bandaríkjunum Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glipizide ER í Bandaríkjunum sem er samheitalyf frumlyfsins Glucotrol XL®, sem framleitt er af Pfizer. Fram kemur í tilkynningu frá Actabvis að heildarsala lyfsins síðastliðið ár í Bandaríkjunum nemi um 13 milljörðum króna en Actavis er eitt af þremur fyrirtækjum á markaði með lyfið. Innlent 6.11.2006 14:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent