Fréttir Heiðursmorð með bareflum og rafmagni Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag. Erlent 7.11.2006 13:45 Vilja stuðla að jöfnum tækifærum til íþróttaiðkunar Vinstri - grænir hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að settur verði á fót starfshópur á vegum mannréttindanefndar, Íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til íþróttaiðkunar. Þar er meðal annars átt við aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum og stuðningi. Innlent 7.11.2006 13:43 Eldur á bifreiðaverkstæði í Keflavík Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að bílasprautunarverkStæði í Grófinni í KefLavík á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kviknað hafði í gömlum kyndiklefa inni á verkstæðinu. Innlent 7.11.2006 13:21 Allt að 66 prósenta verðmunur á smurþjónustu Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa. Innlent 7.11.2006 13:11 Mátti ekki vera að því að láta sekta sig Tæplega þrítugur karlmaður á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt eftir að hann var stöðvaður fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut um miðjan dag í gær. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi beðið lögreglu á vettvangi um að líta fram hjá þessu broti því hann væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að ræða við þá. Innlent 7.11.2006 12:20 Hizbolla ætla að stjórna Líbanon Erlent 7.11.2006 12:42 Tvísýnt um úrslit Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Kosið er um öll fjögur hundruð þrjátíu og fimm þingsæti í fulltrúadeild og þrjátíu og þrjú öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í þrjátíu og sex ríkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningu þar um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumur úr fósturvísum og lágmarkslaun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki síst litið á kosningarnar sem atkævðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar, meðal annars í Írak. Bandaríkjaforseti hefur komið fram á kosningafundum fyrir flokksbræður sína síðustu daga og tók þátt í kosningabaráttunni fram á síðustu mínútu. Ekki voru þó allir frambjóðendur flokksins sáttir við framlag forsetans og vildu margir hverjir fjarlægja sig frá honum vegna Íraksmálsins. Sem dæmi kaus frambjóðandi flokksins til fylkisstjóra í Flórída, væntanlegur arftaki Jeb Bush í embætti, að halda síðasta kosningafund sinn fjarri forsetanum sem var mættur til að styðja flokksbróður sinn þar. Bush lét það þó ekki á sig fá og hélt fund án frambjóðandans. Forsetinn sagðist sannfærður um að Repúblíkanar færu með sigur af hólmi í dag enda væri stefna flokksins í skatta- og öryggismálum sú rétta. Ekki virðist þó áhuginn mikill fyrir kosningunum meðal almennings og ekki búist við að kjörsókn fari yfir fjörutíu prósent. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað á fylgi Demókrata síðustu daga og ólíklegt talið að þeir nái meirihluta í báðum deildum. Líklegast er að Repúblíkanar haldi meirihluta sínum í Öldungadeildinni en Demókratar nái yfirhöndinni í fulltrúadeildinni. Fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar kosið utan kjörfundar en þeir sem eiga það eftir kjósa í dag í sinni heimabyggð á þar til gerðum kosningavélum. Dómsmálaráðuneytið bandaríska hefur sent um áttahundruð og fimmtíu kosningaeftirlitsmenn til á sjöunda tug borga og bæja víða um Bandaríkin. Þeirra er að gæta þess að farið sé að lögum og reglum og grípa í taumana ef kosningavélar eru sagðar bila eða gefa sig. Erlent 7.11.2006 12:17 Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum. Innlent 7.11.2006 12:12 Stórfellt tjón hjá Náttúrufræðistofnun Sex ernir, fimmtíu fálkar og ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar voru meðal þeirra tvö þúsund fuglasýna í eigu Náttúrufræðistofnunar sem fargað var á ruslahaugum í vor án vitundar stofnunarinnar. Innlent 7.11.2006 11:56 Nýr sýslumaður í Keflavík Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Guðgeir Eyjólfsson, sýslumann á Siglufirði, til þess að vera sýslumaður í Keflavík frá og með 1. janúar 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Innlent 7.11.2006 11:51 Hnífamaður á Húsavík úrskurðaður í gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað manninn sem grunaður er um manndrápstilraun og íkveikju á Húsavík í gæsluvarðhald. Lögreglan fór með manninn til Akureyrar í gær þar sem hann mun sitja í fangaklefa til 20. nóvember næstkomandi. Innlent 7.11.2006 11:43 Hugsanlegt að gamli lækurinn verði opnaður á ný Hugsanlegt er að opnað verði á nýjan leik fyrir gamla lækin í Lækjargötu en tillaga þar að lútandi verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Innlent 7.11.2006 11:30 Þjóðverjar hafna hærri sköttum á bjór Þjóðverjar segjast munu beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði hækkaðir um 31 prósent í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þýsk stjórnvöld óttast viðbrögð bjórdrykkjumanna heimafyrir, ef skatturinn verður hækkaður. Erlent 7.11.2006 11:30 Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Innlent 7.11.2006 11:14 Alvarlegt rútuslys í Noregi Á þriðja tug manna er slasaður, þar af sjö alvarlega, eftir að rúta með um 40 pólskum verkamönnum ók út af þjóðvegi við bæinn Ulsberg í Þrændalögum í Noregi í morgun og valt. Erlent 7.11.2006 10:46 Hjarta eins og í níræðum manni Jackass stjarnan Steve-O segist vera hættur að nota kókaín eftir að læknir hans sagði að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni, og hann næði ekki fertugsaldri. Erlent 7.11.2006 10:37 Fær ekki að passa Tony Blair Breskur lögreglumaður, sem er múslimi, hefur höfðað mál vegna þess að hann var fluttur úr lífvarðasveit, sem meðal annars passar upp á Tony Blair, forsætisráðherra. Erlent 7.11.2006 10:25 Faldo kannar aðstæður fyrir golfvöll á sandinum Stórkylfingurinn Nick Faldo sem var hér á landi í síðustu viku þar sem hann skoðaði aðstæður á söndunum við Þorlákshöfn en þar stendur til að byggja upp strandgolfvöll á heimsmælikvarða sem Faldo hannar. Innlent 7.11.2006 10:17 Sautján gefa kost á sér í forvali VG í NA-kjördæmi Sautján manns gefa kost á sér í forvali Vinstri - grænna í Norðausturkjördæm fyrir alþingskosningar, en framboðsfrestur rann út á sunnudag. Innlent 7.11.2006 09:46 Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03 Meirihlutinn telur það til góða ef Demókratar sigra kosningarnar Meirihluti Bandaríkjamanna telur að ef Demókratar ná meirihluta á þingi þá muni efnahagsmálum landsins, þróuninni í Írak og baráttunni gegn hryðjuverkum miða í rétta átt. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN lét gera og birti í dag. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun. Erlent 6.11.2006 23:35 Ingibjörg segir nýjan lista sterkan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir nýjan lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vera sterkan. Ingibjörg telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu Suðurnesjamanna á listanum enda vinna þingmennirnir fyrir allt kjördæmið sama hvaðan þeir koma. Innlent 6.11.2006 22:35 Bílvelta á Svalbarðsströnd Fjórir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Svalbarðsströnd á sjötta tímanum í dag. Konan sem keyrði bílinn skarst lítillega en þrjú börn hennar, sem voru með henni í bílnum, sluppu ómeidd. Töluverð hálka var þegar slysið átti sér stað. Innlent 6.11.2006 22:15 Lúðvík endaði í öðru sæti Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim. Innlent 6.11.2006 22:00 Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Innlent 6.11.2006 21:44 Kviknaði í eldhúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á sjötta tímanum í dag þar sem reyk lagði úr íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri. Sjúkrabíll, dælubíll og körfubíll voru strax sendir á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og leituðu að fólki en íbúðin reyndist mannlaus. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél sem straumur var á. Innlent 6.11.2006 21:43 Ragnheiður kominn aftur í annað sætið Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið. Innlent 6.11.2006 21:22 Björgvin hlaut sterkari kosningu en hann átti von á Björgvin G. Sigurðsson hefur tryggt sér fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ,, Ég er ákaflega þakklátur fyrir þetta afgerandi traust sem ég hlýt. Ég fæ greinilega mjög góða kosningu í fyrsta sætið og mun sterkari en ég bjóst við" sagði Björgvin G. Sigurðsson þegar ljóst var að hann væri sigurvegari prófkjörsins. Innlent 6.11.2006 21:16 Lúðvík er búinn að ná öðru sætinu Lúðvík Bergvinsson er kominn í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Hergeirsdóttir er fallin niður í fjórða sætið en búið er að telja 4.400 atkvæði. Innlent 6.11.2006 20:40 Búið að telja 78% atkvæða Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið. Innlent 6.11.2006 20:29 « ‹ 333 334 ›
Heiðursmorð með bareflum og rafmagni Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag. Erlent 7.11.2006 13:45
Vilja stuðla að jöfnum tækifærum til íþróttaiðkunar Vinstri - grænir hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að settur verði á fót starfshópur á vegum mannréttindanefndar, Íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til íþróttaiðkunar. Þar er meðal annars átt við aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum og stuðningi. Innlent 7.11.2006 13:43
Eldur á bifreiðaverkstæði í Keflavík Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að bílasprautunarverkStæði í Grófinni í KefLavík á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kviknað hafði í gömlum kyndiklefa inni á verkstæðinu. Innlent 7.11.2006 13:21
Allt að 66 prósenta verðmunur á smurþjónustu Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa. Innlent 7.11.2006 13:11
Mátti ekki vera að því að láta sekta sig Tæplega þrítugur karlmaður á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt eftir að hann var stöðvaður fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut um miðjan dag í gær. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi beðið lögreglu á vettvangi um að líta fram hjá þessu broti því hann væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að ræða við þá. Innlent 7.11.2006 12:20
Tvísýnt um úrslit Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Kosið er um öll fjögur hundruð þrjátíu og fimm þingsæti í fulltrúadeild og þrjátíu og þrjú öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í þrjátíu og sex ríkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningu þar um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumur úr fósturvísum og lágmarkslaun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki síst litið á kosningarnar sem atkævðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar, meðal annars í Írak. Bandaríkjaforseti hefur komið fram á kosningafundum fyrir flokksbræður sína síðustu daga og tók þátt í kosningabaráttunni fram á síðustu mínútu. Ekki voru þó allir frambjóðendur flokksins sáttir við framlag forsetans og vildu margir hverjir fjarlægja sig frá honum vegna Íraksmálsins. Sem dæmi kaus frambjóðandi flokksins til fylkisstjóra í Flórída, væntanlegur arftaki Jeb Bush í embætti, að halda síðasta kosningafund sinn fjarri forsetanum sem var mættur til að styðja flokksbróður sinn þar. Bush lét það þó ekki á sig fá og hélt fund án frambjóðandans. Forsetinn sagðist sannfærður um að Repúblíkanar færu með sigur af hólmi í dag enda væri stefna flokksins í skatta- og öryggismálum sú rétta. Ekki virðist þó áhuginn mikill fyrir kosningunum meðal almennings og ekki búist við að kjörsókn fari yfir fjörutíu prósent. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað á fylgi Demókrata síðustu daga og ólíklegt talið að þeir nái meirihluta í báðum deildum. Líklegast er að Repúblíkanar haldi meirihluta sínum í Öldungadeildinni en Demókratar nái yfirhöndinni í fulltrúadeildinni. Fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar kosið utan kjörfundar en þeir sem eiga það eftir kjósa í dag í sinni heimabyggð á þar til gerðum kosningavélum. Dómsmálaráðuneytið bandaríska hefur sent um áttahundruð og fimmtíu kosningaeftirlitsmenn til á sjöunda tug borga og bæja víða um Bandaríkin. Þeirra er að gæta þess að farið sé að lögum og reglum og grípa í taumana ef kosningavélar eru sagðar bila eða gefa sig. Erlent 7.11.2006 12:17
Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum. Innlent 7.11.2006 12:12
Stórfellt tjón hjá Náttúrufræðistofnun Sex ernir, fimmtíu fálkar og ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar voru meðal þeirra tvö þúsund fuglasýna í eigu Náttúrufræðistofnunar sem fargað var á ruslahaugum í vor án vitundar stofnunarinnar. Innlent 7.11.2006 11:56
Nýr sýslumaður í Keflavík Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Guðgeir Eyjólfsson, sýslumann á Siglufirði, til þess að vera sýslumaður í Keflavík frá og með 1. janúar 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Innlent 7.11.2006 11:51
Hnífamaður á Húsavík úrskurðaður í gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað manninn sem grunaður er um manndrápstilraun og íkveikju á Húsavík í gæsluvarðhald. Lögreglan fór með manninn til Akureyrar í gær þar sem hann mun sitja í fangaklefa til 20. nóvember næstkomandi. Innlent 7.11.2006 11:43
Hugsanlegt að gamli lækurinn verði opnaður á ný Hugsanlegt er að opnað verði á nýjan leik fyrir gamla lækin í Lækjargötu en tillaga þar að lútandi verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Innlent 7.11.2006 11:30
Þjóðverjar hafna hærri sköttum á bjór Þjóðverjar segjast munu beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði hækkaðir um 31 prósent í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þýsk stjórnvöld óttast viðbrögð bjórdrykkjumanna heimafyrir, ef skatturinn verður hækkaður. Erlent 7.11.2006 11:30
Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Innlent 7.11.2006 11:14
Alvarlegt rútuslys í Noregi Á þriðja tug manna er slasaður, þar af sjö alvarlega, eftir að rúta með um 40 pólskum verkamönnum ók út af þjóðvegi við bæinn Ulsberg í Þrændalögum í Noregi í morgun og valt. Erlent 7.11.2006 10:46
Hjarta eins og í níræðum manni Jackass stjarnan Steve-O segist vera hættur að nota kókaín eftir að læknir hans sagði að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni, og hann næði ekki fertugsaldri. Erlent 7.11.2006 10:37
Fær ekki að passa Tony Blair Breskur lögreglumaður, sem er múslimi, hefur höfðað mál vegna þess að hann var fluttur úr lífvarðasveit, sem meðal annars passar upp á Tony Blair, forsætisráðherra. Erlent 7.11.2006 10:25
Faldo kannar aðstæður fyrir golfvöll á sandinum Stórkylfingurinn Nick Faldo sem var hér á landi í síðustu viku þar sem hann skoðaði aðstæður á söndunum við Þorlákshöfn en þar stendur til að byggja upp strandgolfvöll á heimsmælikvarða sem Faldo hannar. Innlent 7.11.2006 10:17
Sautján gefa kost á sér í forvali VG í NA-kjördæmi Sautján manns gefa kost á sér í forvali Vinstri - grænna í Norðausturkjördæm fyrir alþingskosningar, en framboðsfrestur rann út á sunnudag. Innlent 7.11.2006 09:46
Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03
Meirihlutinn telur það til góða ef Demókratar sigra kosningarnar Meirihluti Bandaríkjamanna telur að ef Demókratar ná meirihluta á þingi þá muni efnahagsmálum landsins, þróuninni í Írak og baráttunni gegn hryðjuverkum miða í rétta átt. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN lét gera og birti í dag. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun. Erlent 6.11.2006 23:35
Ingibjörg segir nýjan lista sterkan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir nýjan lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vera sterkan. Ingibjörg telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu Suðurnesjamanna á listanum enda vinna þingmennirnir fyrir allt kjördæmið sama hvaðan þeir koma. Innlent 6.11.2006 22:35
Bílvelta á Svalbarðsströnd Fjórir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Svalbarðsströnd á sjötta tímanum í dag. Konan sem keyrði bílinn skarst lítillega en þrjú börn hennar, sem voru með henni í bílnum, sluppu ómeidd. Töluverð hálka var þegar slysið átti sér stað. Innlent 6.11.2006 22:15
Lúðvík endaði í öðru sæti Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim. Innlent 6.11.2006 22:00
Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Innlent 6.11.2006 21:44
Kviknaði í eldhúsi á Akureyri Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á sjötta tímanum í dag þar sem reyk lagði úr íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri. Sjúkrabíll, dælubíll og körfubíll voru strax sendir á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og leituðu að fólki en íbúðin reyndist mannlaus. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél sem straumur var á. Innlent 6.11.2006 21:43
Ragnheiður kominn aftur í annað sætið Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið. Innlent 6.11.2006 21:22
Björgvin hlaut sterkari kosningu en hann átti von á Björgvin G. Sigurðsson hefur tryggt sér fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ,, Ég er ákaflega þakklátur fyrir þetta afgerandi traust sem ég hlýt. Ég fæ greinilega mjög góða kosningu í fyrsta sætið og mun sterkari en ég bjóst við" sagði Björgvin G. Sigurðsson þegar ljóst var að hann væri sigurvegari prófkjörsins. Innlent 6.11.2006 21:16
Lúðvík er búinn að ná öðru sætinu Lúðvík Bergvinsson er kominn í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Hergeirsdóttir er fallin niður í fjórða sætið en búið er að telja 4.400 atkvæði. Innlent 6.11.2006 20:40
Búið að telja 78% atkvæða Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið. Innlent 6.11.2006 20:29
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent