Fréttir Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:41 Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41 Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41 Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41 2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. Erlent 13.10.2005 19:41 Afganar leita að nýjum þjóðsöng Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur. Erlent 13.10.2005 19:41 Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41 Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 19:41 Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. Erlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41 Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41 Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Erlent 13.10.2005 19:41 Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41 Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41 Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41 Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41 Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41 Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41 Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41 Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41 Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41 Samstarf þrátt fyrir sérframboð? Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum, þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Innlent 13.10.2005 19:41 Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41 Átök á fyrsta degi brottflutnings Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar. Erlent 13.10.2005 19:41 Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:41
Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41
Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41
Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41
2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. Erlent 13.10.2005 19:41
Afganar leita að nýjum þjóðsöng Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur. Erlent 13.10.2005 19:41
Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41
Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 19:41
Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. Erlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41
Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41
Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Erlent 13.10.2005 19:41
Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41
Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41
Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41
Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41
Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41
Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41
Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41
Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41
Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41
Samstarf þrátt fyrir sérframboð? Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum, þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Innlent 13.10.2005 19:41
Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41
Átök á fyrsta degi brottflutnings Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar. Erlent 13.10.2005 19:41
Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41