Fréttir

Fréttamynd

Umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysa

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, segir umfjöllun Ekstra-blaðsins vitleysu. Vinnuaðferðir bankans séu ekki aðrar en annarra alþjóðlegra banka, þar á meðal danskra.

Innlent
Fréttamynd

Brennuvargar hvattir til að gefa sig fram

Móðir eins slökkviliðsmannsins sem fórst í skógar- og kjarreldunum í Suður-Kaliforníu um helgina hvetur þá sem kveiktu eldana til að gefa sig fram við lögreglu. Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi í eldunum og einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Kastró á batavegi

Fídel Kastró, forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gær í fyrsta sinn í rúman mánuð. Forsetinn, sem varð áttræður í ár, hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð. Hann gekk um gólf á upptökunni sem sýnd var og sagði sögur af andláti sínu stórlega ýktar.

Erlent
Fréttamynd

Skattasniðganga og hugsanlegt peningaþvætti

Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar.

Erlent
Fréttamynd

5000 egypskir öryggissveitarmenn fluttir að landamærunum að Gaza

Egyptar flutti í kvöld rúmlega fimm þúsund öryggissveitarmenn að landamærunum að Gaza-svæðinu. Þetta var gert eftir að fréttir bárust af því að svo gæti farið að Ísraelar sprengdu göng sem notuð væru til að smygla vopnum inn á palestínskt landsvæði. Egyptar munu einnig hafa gripið til þessara liðsflutninga af ótta við að herskáir Palestínumenn myndi brjóta sér leið í gegnum landamæravegg milli Gaza-svæðisins og Egyptalands. Fyrir voru aðeins 750 landamæraverðir.

Erlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra gefur ekki færi á viðtali í kvöld

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var á kosningaskrifstofu sinni þegar fréttastofa náði tali af honum kl. 20 í kvöld og bað um viðtal þegar síðustu tölur yrðu birtar. hann sagðist ekki ætla að veita fleiri viðtöl í kvöld og vildi ekki að fjölmiðlar kæmu og mynduðu á kosningaskrifstofu hans. Hann gaf ekkert uppi um hvenær hann myndi gefa færi á viðtali á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Spurt verður hvaðan peningarnir komi

Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán hundruð mættu á kjörstað

Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Gilad Shalit fái frelsi

Útlit er fyrir að Gilad Shalit, ísraelski hermaðurinn sem herskáir Palestínumenn rændu í sumar, verði látinn laus á næstu dögum. Ránið á Shalit varð kveikjan að átökum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-svæðinu í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Verðlaunum heiti fyrir upplýsingar um brennuvarga

Yfirvöld í Suður-Kaliforníu hafa boðið jafnvirði tæpra 35 milljóna íslenskra króna fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku þeirra sem grunaðir eru um að hafa kveikt kjarr- og skógarelda sem loga í ríkinu. Fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífi í baráttunni við eldana og sá fimmti liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Friðarviðræður hafnar í Genf

Friðarviðræður milli stríðandi fylkinga á Srí Lanka hófust í morgun í Genf í Sviss. Þar munu fulltrúar stjórnvalda og uppreisnarmanna Tamíltígra reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi

Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um stjórnarskrá Serbíu

Kjósendur í Serbíu ganga í dag og á morgun að kjörborðinu í morgun til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá landsins. Samkvæmt henni telst Kósóvó óaðskiljanlegur hluti Serbíu.

Erlent
Fréttamynd

7 týndu lífi þegar súrefniskútur sprakk

Minnst 7 týndu lífi þegar súrefniskútur sprakk í Tiblisi, höfuðborg Georgíu í dag. Sprengingin varð á áfyllingarstöði Isani-Samgori hverfi. Byggingin, þar sem fyllt var á súrefniskúta, hrundi. Björgunarmenn eru enn að störfum í rústunum og óttast að fleiri eigi eftir að finnast látnir þar.

Erlent
Fréttamynd

Bíll valt í hálku á Öxnadalsheiði

Bílvelta varð á Öxnadalsheiði um kl. 19 í kvöld. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum á lúmskum hálkukafla á 1-2 km kafla á veginum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og útaf veginum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu

Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum.

Erlent
Fréttamynd

2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21

2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar.

Innlent
Fréttamynd

Bildt selur hlutabréf

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur selt hlutabréf sín í fyrirtæki sem fjárfestir í rússneska orkugeiranum. Andstæðingar hans sögðu hættu á hagsmunaárekstrum ef hann héldi þeim. Bildt segist hafa selt hlutabréf sín í fyrirtækinu fyrir nokkrum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála

Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum.

Innlent
Fréttamynd

Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN

Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði.

Innlent
Fréttamynd

Neysla sjávarafurða í Kína að aukast

Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi

Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Samúræji í Þýskalandi

Samúræjarnir svonefndu eru sjaldséð sjón nú til dags. Einn slíkur virðist þó hafa verið á ferli um Hamborg í Þýskalandi í nótt. Sá hafði tekið sér far með neðanjarðarlest en neitaði að greiða fargjaldið. Þegar lögregla kom á vettvang dró þessi þýski samúræi upp stóreflis sverð og sveiflaði því í kringum sig af miklum móð.

Erlent
Fréttamynd

Úranvinnsla á öðru stigi

Íranar hafa hafið annars stigs auðgun á úrani en slík vinnsla er talin færa þá nær því að geta búið til kjarnorkusprengju.

Erlent
Fréttamynd

Í hart vegna gagna um hleranir

Ragnar Arnalds ætlar að stefna þjóðskjalaverði fyrir dóm fyrir að ritskoða og breyta hlerunargögnum sem hann fékk afhent um sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Hefndum hótað

Talibanar saka herlið Atlantshafsbandalagsins í Afganistan um þjóðarmorð og hóta grimmilegum hefndum vegna loftárása á saklausa hirðingja í vikunni.

Erlent