Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. 4.12.2023 18:22
Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. 1.12.2023 11:50
Cheers og ER leikkonan Frances Sternhagen látin Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri. 29.11.2023 23:35
Síðustu fangaskipti vopnahlésins að ganga í gegn Hamas hefur látið sextán gísla lausa í skiptum fyrir þrjátíu Palestínska fanga í að öllum líkindum síðustu fangaskiptum vopnahlésins sem nú gengur yfir á Gasaströndinni. 29.11.2023 23:08
Borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. 29.11.2023 20:23
Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. 29.11.2023 19:38
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29.11.2023 18:36
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28.11.2023 22:46
Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. 28.11.2023 21:28
Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 28.11.2023 20:26