Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7.12.2020 09:00
Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis. 4.12.2020 16:51
Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 4.12.2020 15:38
Faraldurinn víða verri en í vor Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. 4.12.2020 15:18
Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. 4.12.2020 14:39
Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4.12.2020 13:31
Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. 4.12.2020 10:51
Sprengingin fleygði mönnum allt að 150 metra Fjórir létu lífið þegar sprenging varð í tanki í vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi í gær. Þrír starfsmenn stöðvarinnar og einn verktaki dóu og einn mun hafa slasast en er ekki í lífshættu. 4.12.2020 09:40
Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul. 3.12.2020 16:41
Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Ríkismiðlar Kína segja að geimfarið Chang'e 5 sé nú á leið aftur til jarðarinnar eftir að hafa lent á tunglinu og tekið þaðan sýni. Geimfarið lenti á tunglinu fyrr í vikunni. 3.12.2020 16:01