Segir frumvarp um kynrænt sjálfræði ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál Þingmenn Miðflokksins mótmæltu frumvarpi um kynrænt sjálfræði í pontu Alþingis undir kvöld. Frumvarpinu er ætlað að banna ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og Miðflokksmenn eru sagðir standa einir gegn því á Alþingi. 14.12.2020 20:00
Mánudagsstreymið: Hyggja á gripdeildir í Los Santos Strákarnir í GameTíví hyggja á rándeildir í kvöld. Í mánudagsstreymi kvöldsins ætla þeir nefnilega að skella sér til Los Santos í hinum klikkaða heimi GTA Online. 14.12.2020 19:31
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14.12.2020 18:03
Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12.12.2020 08:01
Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. 11.12.2020 12:39
Stefna á sýningu tuga þátta úr söguheimum Star Wars og Marvel Forsvarsmenn Disney kynntu fjárfestum í gær mjög svo metnaðarfulla áætlun varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda á næstu árum. Mikið af því efni tengist tveimur mjög vinsælum söguheimum í eigu Disney, söguheimum Marvel og Star Wars. 11.12.2020 11:04
Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar. 11.12.2020 09:22
Leikarinn Tommy Lister dáinn eftir að hafa sýnt einkenni Covid-19 Leikarinn Tommy Lister er látinn. Hann var 62 ára gamall. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi. 11.12.2020 08:31
Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra. 10.12.2020 15:47
Yfirmenn hjá FBI sleppa við refsingar vegna ásakana um kynferðisbrot Yfirmenn hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa ítrekað verið sakaðir um kynferðisbrot á undanförnum árum. Engum hefur þó verið refsað, jafnvel þó rannsóknir hafi stutt ásakanir gegn þeim. 10.12.2020 14:56