Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri.

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.

Búið að ákæra sjötíu og búist við hundruð ákæra til viðbótar

Búið er að ákæra rúmlega 70 manns vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku en líklegt er að hundruð eða jafnvel þúsundir verði að endingu ákærðir. Meðal annars stendur til að ákæra fólk fyrir uppreisnaráróður, fyrir að fara inn í þinghúsið í leyfisleysi og morð.

Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu

Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður.

Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni.

Segist enga ábyrgð bera

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kona frá Nígeríu óttast mjög að þurfa að snúa aftur til Ítalíu þar sem hún segist hafa verið þolandi mansals í tvö ár. 31 kona frá Nígeríu hefur sótt um alþjóðþjóðlega vernd á Íslandi á síðustu tveimur árum og óttast verkefnastjóri í Bjarkarhlíð að stór hluti þeirra hafi verið fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ölvuð í Heiðmörk með ársgamalt barn í bílnum

Lögregluþjónar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins handtóku í dag par í Heiðmörk vegna gruns um ölvunarakstur. Parið verður í fangageymslu í nótt og verða þau yfirheyrð á morgun.

FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur.

Sjá meira