Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim

Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra.

Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir.

Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína.

Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós

Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung.

Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot.

Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum

Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar.

Hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna

419 rekstraraðilar hafa sótt um tekjufallsstyrki hjá hinum opinbera vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Alls hafa þessir aðilar sótt um styrki fyrir 2,7 milljarða króna og er búið að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir.

Greindist smitaður á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild

Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið.

Sjá meira