Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki

Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu.

Lík geymd í gámum í Suður-Afríku

Lík þeirra sem dáið hafa vegna Covid-19 í Suður-Afríku eru nú mörg geymd í gámum vegna álags á útfararstofur. Til stendur að reyna að bólusetja 67 prósent íbúa landsins á þessu ári en fyrsti skammtur bóluefna barst frá Indlandi í gær.

Rússíbanareið GameStop komin á leiðarenda

Útlit er fyrir að rússíbanareið hlutabréfa bandaríska fyrirtækisins GameStop sé komin á leiðarenda. Virði hlutabréfanna hefur lækkað verulega og margir fjárfestar sitja eftir með sárt ennið. Aðrir halda fast í vonina um að virði hlutabréfanna muni hækka á nýjan leik.

Bein útsending: Kórónukreppan og græn endurreisn

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, halda í dag fund þar sem rætt verður um hugtakið græna endurreisn. Það hefur verið notað um viðspyrnu efnhagslífsins eftir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar.

Contagion hjálpaði Bretum í baráttunni um bóluefnin

Í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar minnti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, ráðgjafa sína ítrekað á kvikmyndina Contagion. Vísaði hann sérstaklega til þess hvernig myndin sagði frá kapphlaupi þjóða varðandi kaup á bóluefnum og vildi Hancock að Bretar yrðu þar í fremsta hópi.

Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar.

SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot

Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur.

„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps

Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu.

Sjá meira