Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16.5.2021 12:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni útsendingu Reiknað er með að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun í dag þegar fimm flugvélar frá hááhættusvæðum koma til landsins. 16.5.2021 11:30
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16.5.2021 10:21
Plokkuðu 750 kíló af rusli í Elliðaárdalnum Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur plokkuðu 750 kíló af rusli úr Elliðaárdalnum í vikunni, þegar vorhreinsun Orkuveitunnar fór fram. Alls tóku 132 starfsmenn OR þátt í átakinu yfir þrjá daga. 16.5.2021 08:59
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16.5.2021 08:38
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16.5.2021 08:01
Mikill erill, hávaði og ölvun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun. 16.5.2021 07:20
Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15.5.2021 14:43
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15.5.2021 13:24
Tveir smitaðir og báðir í sóttkví Tveir greindust smitaðir af Covid-19 í gær og voru þeir báðir í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 15.5.2021 10:29