„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15.12.2021 21:28
Babe Patrol: Gestagangur á Caldera Stelpurnar í Babe Patrol fá til sín góðan gest fyrir heimsókn til Caldera í kvöld. MV Pete fer til eyjunnar nýju með þeim í kvöld og þar munu berjast við aðra spilara um sigur. 15.12.2021 20:30
Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Ríkisstjórn Litháens hefur kallað erindreka sína og sendiráðsstarfsmenn í Kína heim og segir að sendiráðið í Kína verði starfrækt með fjarvinnu um óákveðinn tíma. Samband ríkjanna hefur beðið mikla hnekki eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen. 15.12.2021 20:16
Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. 15.12.2021 19:11
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15.12.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 18:00
Fáir fangar mættu til vinnu og náms í dag Fáir fangar mættu til vinnu og náms á Litla hrauni í dag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að unnið sé að því að greina ástæður þess og að brugðist verði við. Aðdragandi jóla reynist erfiður föngum. 15.12.2021 17:58
Myrti sex í óútskýrðu ódæði: Reyndist með miklar heilaskemmdir Phillip Adams, fyrrverandi NFL-leikmaður, var með töluverða áverka á framhluta heila þegar hann svipti sig lífi í apríl. Það gerði hann eftir að hann skaut sex manns til bana og þar af tvö börn. 14.12.2021 22:29
Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag. 14.12.2021 21:28
Queens: Valla og Daníel spila leik ársins Valgerður í Queens fær til sín Daníel Rósinkrans í streymi kvöldsins en saman ætla þau að spila leikinn It Takes Two. Leikurinn var valinn leikur ársins á Game Awards fyrr í mánuðinum. 14.12.2021 20:31