Tjá sig ekki fyrr en Gylfi verður ákærður eða laus allra mála Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt. 18.7.2022 12:51
Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18.7.2022 11:11
Helgaruppgjör hjá Rocket mob Strákarnir í Rocket Mob ætla að gera upp helgina í streymi kvöldsins og auðvitað spila tölvuleiki. 17.7.2022 18:31
Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. 15.7.2022 16:38
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15.7.2022 14:04
Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14.7.2022 16:55
Rýnt í stiklu Rings of Power Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell. 14.7.2022 15:29
Dómari hafnaði kröfum Heard Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. 14.7.2022 13:00
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14.7.2022 10:21
Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. 13.7.2022 16:42