Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3.8.2022 21:30
Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun. 3.8.2022 20:30
Hinsegin streymi hjá ApocalypsticK Meðlimir ApocalypsticK taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þau verða í fullu drag-i og halda hinsegin streymi í tilefni hinsegin daga. 2.8.2022 20:30
Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum. 21.7.2022 13:47
Rýnt í stiklu House of the Dragon HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros. 21.7.2022 11:55
Fyndnustu gæludýramyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Fjölmargar myndir af kostulegum dýrum bárust í keppnina. 21.7.2022 10:01
Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador. 20.7.2022 16:50
Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20.7.2022 16:15
Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. 20.7.2022 15:30
Rússar vilja meira en Donbas Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu. 20.7.2022 14:28
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent