Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Salóme til PayAnalytics

Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu.

Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands.

Hart barist í Sandkassanum

Það verður hart barist í Apex Legends í Sandkassanum í kvöld þar sem „pabbarnir“ munu mæta „Cajun strákunum“.

„Sölumaður dauðans“ á erfitt með að lýsa tilfinningum sínum

Hinn alræmdi vopnasali Viktor Bout segir erfitt að lýsa tilfinningum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í gær. Bout, sem gengið hefur undir nafninu „Vopnasali dauðans, var sleppt í skiptum fyrir bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner.

Stiklusúpa: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards

Verðlaunahátíðin Game Awards fór fram í gærkvöldi en eins og svo oft áður notuðu leikjaframleiðendur tækifærið til að kynna tölvuleiki sem verið er að vinna að. Meðal þess sem opinberað var í gær var framhaldsleikur Death Stranding nýtt myndefni úr Diablo 4.

Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum.

Fimm stjörnur hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín fimm stjörnu gest í kvöld. Það er hann Sigurjón eða „FimmStjörnuMaðurinn“ og ætla þau að berjast saman í hryllingsleiknum Labryinthine.

Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran

Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi.

Þjóðverjar búast við fleiri handtökum

Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari.

Sjá meira