Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður

Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki.

Lofa þremur sigrum í Warzone

Strákarnir í GameTíví ætla að herja á aðra spilara í Warzone 2. Ekki nóg með það heldur lofa þeir því að ná þremur sigrum í Al Mazrah.

Íhuga að senda breska skriðdreka

Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar segir komið að ögurstundu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Deiluaðilar funda hjá ríkissáttasemjara á morgun, klukkustund áður en nýtt gagntilboð Eflingar rennur út. Efling boðar verkfall, taki SA ekki tilboðið til grundvallar.

Bakstungur í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja kvöldinu í að stinga hvorn annan í bakið. Þeir spila morðleikinn Among Us í hverjum mánuði.

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.

Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár

Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára.

Avatar 2 nálgast tvo milljarða

Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu.

Senda vestræna bryndreka til Úkraínu

Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki.

Sjá meira