Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu.

Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata

Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás.

Wagner-liði vill hæli í Noregi

Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum.

Takast á við erfiðasta verkefnið hingað til

Eitt glæsilegasta glæpagengi sögunnar snýr loksins aftur í kvöld. Lítið hefur farið fyrir Groundhog genginu að undanförnu en þeir snúa aftur til Los Santos í kvöld og takast á við þeirra erfiðasta verkefni hingað til.  

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari

Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar.

Pabbarnir í CM!OB LAN-a

Pabbarnir í CM!OB ætla að rifja upp gamla takta og LAN-a í dag. Fyrir yngri lesendur þá felur LAN í sér að hittast í raunheimum og samtengja margar tölvur til að spila tölvuleiki saman.

Sjá meira