Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. 1.9.2023 06:12
Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. 31.8.2023 16:38
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31.8.2023 12:35
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður fylgst með gangi mála á Egilsstöðum þar sem ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun. 31.8.2023 11:42
Róberti Aroni falið að markaðssetja Miðborgina Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök, nýs markaðsfélags miðborgarinnar sem var stofnað í mars síðastliðnum. 31.8.2023 10:17
Fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna um vaxtahækkun Arion banki hefur tilkynnt um hækkun vaxta á inn- og útlánum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Breytingarnar taka gildi í dag. 31.8.2023 08:59
Fimm viðgerðarmenn látnir eftir að hafa orðið fyrir lest á Ítalíu Fimm verkamenn, sem unnu að viðgerð á lestarteinum á lestarstöðinni í bænum Brandizzo, létust þegar þeir urðu fyrir flutningalest í nótt. 31.8.2023 08:44
Hægviðri í dag en von á fyrstu haustlægðinni á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir að hægviðri víðast hvar í dag en suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu með suðvesturströndinni. Skýjað verður með köflum, en léttir til norðan- og austanlands er líður á daginn. 31.8.2023 07:17
Veitingastaðnum El Faro lokað Eigendur veitingastaðarins El Faro, sem staðsettur er við Lighthouse Inn, nærri Garðskagavita í Garði á Suðurnesjum, hafa ákveðið að loka staðnum í næsta mánuði. 30.8.2023 14:28
Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári. 30.8.2023 12:02