Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Af örlöxum

Nokkur umræða hefur verið um mjög smáa laxa sem hafa verið að veiðast undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið tekið eftir þessu á Austur- og Norðausturlandi. Þessir laxar eru margir hverjir innan við 50 cm að lengd og allt niður í 43 cm. Datt sumum jafnvel í hug að hér væru fiskar sem hefðu farið út að vori sem stór gönguseiði og komið inn aftur samsumars. Aðrir sögðu að svona „kettlingar“ hefðu alltaf verið innan um í veiðinni.

Veiði
Fréttamynd

Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu

Nýverið bárust upplýsingar um að veiðst hafi urriði með númeruðu plastmerki í Þingvallavatni. Urriðinn, sem veiddist á flugu við tanga austan við ós Öxarár, var 92 cm löng hrygna, en þar sem honum var sleppt var hann ekki veginn.

Veiði
Fréttamynd

Lax í Elliðaám

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám.

Veiði
Fréttamynd

Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra

Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra.

Veiði
Fréttamynd

Black Ghost sterk í Urriðan

Þeir sem hafa verið duglegir í Urriðanum á Þingvöllum hafa mikið verið að nota Black Ghost og þá oft nýjar útfærslur af flugunni. En þessi fluga hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð t.d. í Laxá í Mývatnssveit, Veiðivötnum, Grenlæk og víðar með góðum árangri.

Veiði
Fréttamynd

Vötnin lifna við

Það er óhætt að segja að hlýindin undanfarna daga hafi kveikt líf í vötnunum á suðvesturlandi síðustu daga. Bleikjan er aðeins farin að gefa sig í Þingvallavatni og við heyrðum af mönnum í dag sem fengu fínt skot í Hlíðarvatni. það er helst að bleikjan taki snemma á morgnana eða í kvöldskímunni þegar dagarnir eru bjartir en það spáir þykknandi veðri og súld á vesturlandi um helgina þannig að það má reikna með að fiskurinn taki betur á daginn.

Veiði
Fréttamynd

Dorgað á ísnum í höfuðborginni

Reynisvatn er rétt við Grafarholtið í Reykjavík. Reynisvatn er tilvalinn staður fyrir alla fjölskylduna að fara saman og prófa ísdorg og njóta útivistar.

Veiði