Firnasterkur höfundur Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar Sigurðssonar og sú fyrsta frá því að hann gaf út hina frábæru Allt er eitthvað fyrir tveimur árum. Gagnrýni 16. nóvember 2012 00:01
Þórir til Þýskalands Tónlistarmaðurinn Þórir Georg sendir frá sér plötuna I Will Die & You Will Die & It Will be Alright á morgun, föstudag, á vegum Kimi Records. Tónlist 15. nóvember 2012 17:00
Segir RIFF hafa öðlast nýtt líf Danski blaðamaðurinn og kvikmyndasérfræðingurinn Bo Green Jensen segir hrokafulla bjartsýni hafa einkennt fyrstu RIFF-hátíðina sem fram fór árið 2004. Í grein í Weekendavisen segir hann hins vegar að hátíðin hafi öðlast nýtt líf í kjölfar kreppunnar og sé í raun tákn þess hversu Ísland hefur rétt úr kútnum eftir hrun. Menning 15. nóvember 2012 15:00
Fimm fræknir í jólaskapi Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo. Tónlist 15. nóvember 2012 14:04
Þorparar í þykjustuheimi Kuðungasafnið ber undirtitilinn 54 ljóð um undarleg pláss. Þar lýsir höfundur í örsögum/prósaljóðum alls kyns skringilegum plássum þar sem hversdagurinn er með töluvert öðrum blæ en í öðrum þorpum á Íslandi. Gagnrýni 15. nóvember 2012 13:40
Og lýkur hér Sturlunga sögu hinni nýju Með Skáldi, nýjustu sögu Einars Kárasonar, lýkur þríleik sem hófst með Óvinafagnaði árið 2001 og hélt áfram í Ofsa árið 2008. Gagnrýni 15. nóvember 2012 13:27
Páll Óskar hitar upp fyrir Mika "Ég hlakka mikið til,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitar upp fyrir Mika á tónleikum hans í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember. Tónlist 15. nóvember 2012 13:00
Maður hefur ekki allan tímann í heiminum Hreimur Örn Heimisson gaf út sína fyrstu sólóplötu, Eftir langa bið, í síðustu viku. Platan hefur verið í vinnslu í átta ár. Tónlist 15. nóvember 2012 00:01
Fínasta tæknópopp Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Gagnrýni 15. nóvember 2012 00:01
Seldi kvikmyndaréttinn að Napóleonsskjölunum Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. Menning 14. nóvember 2012 14:00
Þrekvirki um ást og illsku Illska fjallar um ástarsamband Ómars Arnarsonar og Agnesar Lukauskas. Hún fjallar líka um ástarsamband Agnesar Lukauskas og nýnasistans Arnórs Þórðarsonar. Gagnrýni 14. nóvember 2012 10:51
Leitar að geggjuðustu bílunum Finnur Orri Thorlacius leitar að geggjuðustu bílum landsins í tilefni útgáfu bókarinnar 100 geggjuðustu bílarnir. Menning 14. nóvember 2012 10:43
Íslenskar fótboltastjörnur hvetja til lesturs Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Menning 14. nóvember 2012 10:15
Aðeins Poppland greiðir tónlistarmönnum Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. "Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. "Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt Tónlist 14. nóvember 2012 10:00
Meiri metnað, takk! Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk. Gagnrýni 14. nóvember 2012 00:01
Gemmér nammi! Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn. Gagnrýni 14. nóvember 2012 00:01
Sungu fyrir Bó Prufur fyrir Jólastjörnuna 2012 voru haldnar á Hótel Hilton Nordica og má segja að dómnefndin standi frammi fyrir erfiðu vali. Keppendurnir tíu sem mættu í prufurnar voru valdir úr 500 innsendum myndböndum og voru allir mjög frambærilegir söngvarar og hver öðrum betri. Tónlist 13. nóvember 2012 11:30
Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Tónlist 13. nóvember 2012 11:00
Krakkinn sem hvarf Þorgrímur Þráinsson er einn reyndasti barnabókahöfundur landsins, en yfir 20 barna- og unglingabækur hafa komið út eftir hann síðan 1989. Gagnrýni 13. nóvember 2012 10:26
List þýðandans að vera ósýnilegur List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. Menning 13. nóvember 2012 10:22
Björk grafin niður í sand í myndbandinu Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir frumsýndi í nútímalistasafninu í Los Angeles í gærkvöldi myndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var tekið upp hér á landi í byrjun sumars þar sem 30 manna tökulið lagði undir sig stúdíó Sagafilm í tvo daga. "Þetta var mjög skemmtileg vinna og mikið lagt í allt. Við vorum 30 manna lið, allt Íslendingar nema leikstjórinn og aðstoðartökumaðurinn sem komu að utan," segir Árni Björn Helgason hjá Sagafilm. Tónlist 13. nóvember 2012 10:00
Skapa eigin tækifæri Sýningarrýmið Kunstschlager var opnað við Rauðarástíg í sumar. Menning 13. nóvember 2012 09:45
Redford framleiðir Aldingarð Ólafs Hollywoodleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Robert Redford undirbýr sjónvarpsþætti byggða á smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðinum. Erlendir miðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um væntanlega þætti enda Redford ákveðinn gæðastimpill á verkefninu en hann er titlaður framleiðandi. Þættirnir bera heitið Valentines og verða sýndir á Sundance-sjónvarpsstöðinni. Ásamt Redford er Fred Berner framleiðandi en hann er meðal annars með myndir á borð við Pollock og sjónvarpsþættina Law and Order á ferilskránni. Menning 12. nóvember 2012 21:30
Ætla að rífa þakið af Hofi Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög. Tónlist 12. nóvember 2012 20:06
Uppseld í útgáfuhófi Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteiti fyrir Gleðigjafa, bók sem inniheldur tæplega 30 frásagnir foreldra barna sem eru einstök á einhvern hátt. Um 200 manns mættu sem er met hjá Eymundsson. Bókin seldist upp í útgáfuhófinu sem er einsdæmi. Menning 12. nóvember 2012 08:15
Heimildamyndahátíð hafin í Bíó Paradís „Wonder Women: The Untold Story of American Superheroines" er ein þeirra mynda sem sýnd er á heimildamyndahátíðinni Bíó:DOX sem hefst í dag. Myndin segir frá þróun og arfleifð hinnar stórkostlegu ofurhetju Wonder Woman, allt frá tilurð teiknimyndahetjunnar um 1940 til nútíma vinsælda hennar. Í myndinni er kannað hvernig birtingarmyndir kraftmikilla kvenna endurspegla hræðslu samfélagsins við aukin réttindi þeirra. Wonder Women! kafar undir yfirborðið með Lyndu Carter, Lindsay Wagner, gamanhöfundum og listamönnum og einnig með raunverulegum kvenofurhetjum eins og Gloriu Steinem, Kathleen Hanna og fleirum, sem bjóða upp á upplýsandi og skemmtilega andstæðu við karllægan heim ofurhetja. Menning 9. nóvember 2012 17:30
Síminn stoppaði ekki í fimm ár Þáttaröðin Íslensku björgunarsveitirnar hefst á sunnudaginn næsta á RÚV. Þættirnir eru fjórir talsins, koma úr smiðju Sagafilm og hafa verið fimm ár í vinnslu. Menning 9. nóvember 2012 15:00
Uppblásin ímynd á reki Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Menning 9. nóvember 2012 12:00
Óspennandi spennusaga Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Gagnrýni 9. nóvember 2012 11:38
Hugmyndafræðilegar rætur Eggert hefur málað myndir af íslenskum blómum, jurtum og gróðri í áratugi og hefur algera sérstöðu sem myndlistarmaður að þessu leyti. Gagnrýni 9. nóvember 2012 11:26