Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ólafur: Fellur lítið með okkur

„Jafntefli hefði verið frábær úrslit en það hefur ekkert fallið með okkur í keppninni og það þarf gegn þjóðum í þessum styrkleika,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tap sinna manna gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birkir Már: Algjört skítatap

„Þetta er í raun algjört skítatap,“sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. Íslenska landsliðið tapaði fyrir því Portúgalska ,1-3, á Laugardalsvelli í kvöld, en leikurinn var hluti af Undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Úkraínu og Póllandi árið 2012.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúrik: Einstaklega ljúft

„Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur: Við erum ekki búnir

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðrún Jóna rekin frá KR

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í dag rekin sem þjálfari kvennaliðs KR. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarþjálfari er einnig hætt hjá KR en hún komst að samkomulagi um að hætta hjá félaginu þar sem hún hefur snúið sér að öðrum verkefnum.

Íslenski boltinn