Logi Ólafsson að taka við Selfossliðinu Logi Ólafsson verður næsti þjálfari karlaliðs selfoss í fótboltanum samkvæmt heimdilum sunnlenska fréttablaðsins en Knattspynrnudeild Selfoss hefur boðað blaðamannafund seinna í dag. Íslenski boltinn 13. október 2010 12:26
Góðgerðarleikur milli Breiðabliks og úrvalslið Pepsi-deildarinnar Laugardaginn næstkomandi fer fram áhugaverður knattspyrnuleikur í Kórnum í Kópavogi. Íslenski boltinn 13. október 2010 08:00
Ólafur: Fellur lítið með okkur „Jafntefli hefði verið frábær úrslit en það hefur ekkert fallið með okkur í keppninni og það þarf gegn þjóðum í þessum styrkleika,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tap sinna manna gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-3. Íslenski boltinn 12. október 2010 22:48
Birkir Már: Algjört skítatap „Þetta er í raun algjört skítatap,“sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. Íslenska landsliðið tapaði fyrir því Portúgalska ,1-3, á Laugardalsvelli í kvöld, en leikurinn var hluti af Undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Úkraínu og Póllandi árið 2012. Íslenski boltinn 12. október 2010 22:41
Guðjón Pétur Lýðsson samdi við Valsmenn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gert þriggja ára samning við Valsmenn í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann stóð sig vel með Haukum í sumar. Íslenski boltinn 12. október 2010 17:47
Theodór Elmar í byrjunarliðinu á móti Portúgal Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Portúgölum í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli í kvöld. Uppselt er á leikinn, sem hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á RÚV. Íslenski boltinn 12. október 2010 14:28
Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:56
Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:52
Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:48
Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:44
Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:41
Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:34
Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:33
Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:29
Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:23
Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. Íslenski boltinn 11. október 2010 22:14
Coutts: Verðum að stöðva sóknaraðgerðir Íslands Paul Coutts, leikmaður skoska U-21 landsliðsins, tók út leikbann í fyrri leik Íslands og Skotlands á fimmtudagskvöldið og horfði á leikinn í stúkinni á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 11. október 2010 17:30
Eggerti hefur gengið vel á Easter Road Eggert Gunnþór Jónsson á góðar minningar frá Easter Road, heimavelli Hibernian, þar sem leikur Skotlands og Íslands fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 16:45
Fögnuður Íslendinga á Laugardalsvelli drífur okkur áfram David Goodwillie, leikmaður skoska U-21 landsliðsins, segir að fögnuður íslensku leikmannanna eftir 2-1 sigur þess á Skotum á Laugardalsvelli á fimmtudaginn hafi hvetjandi áhrif á skosku leikmennina. Íslenski boltinn 11. október 2010 16:00
Umfjöllun: Gylfi skaut Íslandi á EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk gegn Skotum á Easter Road í kvöld og skaut íslenska U-21 árs liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar. Íslenski boltinn 11. október 2010 15:42
Okkar leikmenn kæmust líka í A-landslið Íslands Billy Stark, landsliðsþjálfari Skotlands, segir að það þurfi að setja ýmsar staðreyndir um leikmenn íslenska U-21 landsliðsins í rétt samhengi. Íslenski boltinn 11. október 2010 15:30
Skotar komust síðast í úrslit á EM árið 1996 Skoska landsliðið á í kvöld möguleika á að koma sér í úrslitakeppni EM í flokki U-21 landsliða í fyrsta sinn í fjórtán ár. Íslenski boltinn 11. október 2010 15:00
Stark: Úrslitin góð á Íslandi Billy Stark, landsliðsþjálfari Skotlands, segir að úrslitin í leiknum á Íslandi á fimmtudagskvöldið hafi verið þrátt fyrir allt góð. Íslenski boltinn 11. október 2010 14:30
Búist við 15 þúsund manns á leikinn í kvöld Búist er við að um fimmtán þúsund áhorfendur verði á leik Skotlands og Íslands á Easter Road í Edinborg í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 14:00
Guðrún Jóna rekin frá KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í dag rekin sem þjálfari kvennaliðs KR. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarþjálfari er einnig hætt hjá KR en hún komst að samkomulagi um að hætta hjá félaginu þar sem hún hefur snúið sér að öðrum verkefnum. Íslenski boltinn 11. október 2010 13:30
Eyjólfur: Skotar voru ánægðir með að hafa tapað bara 2-1 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, á von á erfiðum leik gegn Skotum á Easter Road í Edinborg í kvöld. Íslenski boltinn 11. október 2010 13:00
Aron Einar: Þeir eru hræddir við okkur Aron Einar Gunnarsson segir að það sé góð stemning í íslenska U-21 liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í dag. Íslenski boltinn 11. október 2010 12:00
Bjarni: Miklar framfarir Bjarni Þór Viðarsson segir að íslenska U-21 landsliðið hafi tekið miklum framförum síðan að þessi hópur kom fyrst saman. Íslenski boltinn 11. október 2010 11:00
Eggert: Þeir voru arfaslakir síðast „Mér fannst þeir vera arfaslakir í síðasta leik og ég trúi ekki öðru en að þeir eigi meira inni,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson um skoska U-21 landsliðið. Íslenski boltinn 11. október 2010 10:00
Gylfi: Verðum að nýta okkar færi Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með því að íslenska U-21 landsliðið muni fá sín marktækifæri í leiknum gegn Skotlandi í kvöld. Þau verði liðið að nýta. Íslenski boltinn 11. október 2010 09:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti