Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fyrirliðinn yfirgefur Val

Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að kveðja Val að sinni og ganga til liðs við sænska liðið Djurgården. Á vefsíðu Vals kemur fram að Katrín hyggi á framhaldsnám í læknisfræði í haust og þetta sé liður í þeim áformum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi Guðmundsson í íslenska Futsal-landsliðinu

Willum Þór Þórsson hefur fimmtán leikmenn sem verða í fyrsta íslenska Futsal-landsliðinu sem tekur þá í forkeppni EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru: Grikkland, Lettland og Armenía og verður leikið á Ásvöllum 21. – 24. janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Rutgers búinn að semja við Víkinga

Hollenski miðvörðurinn Mark Rutgers er búinn að gera eins árs samning við nýliða Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann er fimmti leikmaður sem gengur til liðs við 1. deildarmeistarana síðan að liðið tryggði sér aftur sæti meðal þeirra bestu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dóra María til Svíþjóðar

Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björgvin Páll: Allt verður auðveldara þegar vörnin er góð

„Við litum bara nokkuð vel út varnarlega en mér fannst Þjóðverjarnir vera aðeins þungir. Það er kannski ekki alveg að marka þá. Ég var ánægður með minn leik en það verður allt miklu auðveldara fyrir mig þegar vörnin er svona góð,“ sagði Björgvin Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við visir.is eftir 27-23 sigur liðsins gegn Þjóðverjum í kvöld

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukar selja sextán ára strák til AGF

Haukar og AGF hafa komist að samkomulagi um kaup danska b-deildarfélagsins á fótboltamanninum Arnari Aðalgeirrssyni. Arnar er aðeins sextán ára gamall og hefur aldrei spilað með meistaraflokki félagsins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mjög erfitt að meta hvar við stöndum

Willum Þór Þórsson er landsliðsþjálfari í Futsal en eftir mánuð er komið að fyrsta móti hjá liðinu. Þá verður leikið í forkeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Grikklandi, Armeníu og Lettlandi. Leikið verður hér á landi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal

Fjölnir úr Grafarvogi varð í dag Íslandsmeistari í fótbolta innanhúss, Futsal. Liðið vann 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í jöfnum og spennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýir búningar hjá KR

KR mun mæta til leiks í talsvert breyttum búningi næsta sumar því Shell-merkið er horfið af búningi félagsins eftir að hafa verið til ansi margra ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenskur bumbubolti í útrás

Í byrjun janúar verður haldið áhugavert fótboltamót í Fífunni í Kópavogi, Vodafone Cup, en mótið er ætlað áhugamönnum. Sigurliðið mun svo keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu móti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar.

Íslenski boltinn