Valsmenn byrja vel undir stjórn Kristjáns Valur vann öruggan 4-1 sigur á Leikni í Reykjavíkurmóti karla í gærkvöldi í fyrsta mótsleik sínum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. Keppni í B-riðli hófst með tveimur leikjum í gær. Íslenski boltinn 22. janúar 2011 11:45
Jósef æfir með búlgarska liðinu Chernomorets Burgas Jósef Kristinn Jósefsson, bakvörður Grindvíkinga, er þessa dagana á reynslu hjá búlgarska liðininu PSFC Chernomorets Burgas. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. Íslenski boltinn 21. janúar 2011 14:45
Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenska Futsal-landsliðið leikur sinn fyrsta landsleik frá upphafi í kvöld þegar liðið mætir Lettum í forkeppni Evrópukeppninnar sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en áður mætast Grikkir og Armenar. Íslenski boltinn 21. janúar 2011 14:15
KR-ingar skoruðu sex mörk í fyrsta mótsleik ársins 2011 KR vann 6-4 sigur á Fylki í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu í fótbolta sem fram fór í Egilshöllinni í gærkvöldi en Víkingar unnu 3-2 sigur á ÍR í hinum leik kvöldsins. Öll þessi lið eru í A-riðli Íslenski boltinn 21. janúar 2011 11:15
Jón Guðni vildi ekki fara til Grikklands - hafnaði AEK Framarinn Jón Guðni Fjóluson hefur hafnað tilboði frá gríska félaginu AEK Aþenu en Grikkirnir, sem eru með Arnar Grétarsson sem yfirmann knattspyrnumála, voru búnir að ná samkomulagi við Fram. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Íslenski boltinn 20. janúar 2011 13:45
Willum Þór telur að Futsal geti bætt tæknifærni fótboltamanna á Íslandi Willum Þór Þórsson valdi í gær fimmtán leikmenn sem verða í fyrsta íslenska Futsal-landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Grikkland, Lettland og Armenía og verður leikið á Ásvöllum 21. - 24. janúar. Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Willum í gær. Fótbolti 19. janúar 2011 11:30
Fyrirliðinn yfirgefur Val Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að kveðja Val að sinni og ganga til liðs við sænska liðið Djurgården. Á vefsíðu Vals kemur fram að Katrín hyggi á framhaldsnám í læknisfræði í haust og þetta sé liður í þeim áformum. Íslenski boltinn 19. janúar 2011 10:09
Tryggvi Guðmundsson í íslenska Futsal-landsliðinu Willum Þór Þórsson hefur fimmtán leikmenn sem verða í fyrsta íslenska Futsal-landsliðinu sem tekur þá í forkeppni EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru: Grikkland, Lettland og Armenía og verður leikið á Ásvöllum 21. – 24. janúar. Fótbolti 18. janúar 2011 14:00
Ondo samdi við Stabæk og fer frá Grindavík Markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fótbolta, Gilles Mbang Ondo, hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk samkvæmt frétt á fotbolti.net. Íslenski boltinn 17. janúar 2011 09:07
Mark Rutgers búinn að semja við Víkinga Hollenski miðvörðurinn Mark Rutgers er búinn að gera eins árs samning við nýliða Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann er fimmti leikmaður sem gengur til liðs við 1. deildarmeistarana síðan að liðið tryggði sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Íslenski boltinn 13. janúar 2011 18:38
Rutgers líklega ekki áfram hjá KR Ólíklegt er að Mark Rutgers verði áfram í herbúðum KR eftir því sem umboðsmaður hans segir í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 12. janúar 2011 10:45
Ásgeir Gunnar með FH næsta sumar Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá samningum við Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sem mun áfram leika með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 12. janúar 2011 09:16
Dóra María til Svíþjóðar Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu. Íslenski boltinn 10. janúar 2011 16:45
Björgvin Páll: Allt verður auðveldara þegar vörnin er góð „Við litum bara nokkuð vel út varnarlega en mér fannst Þjóðverjarnir vera aðeins þungir. Það er kannski ekki alveg að marka þá. Ég var ánægður með minn leik en það verður allt miklu auðveldara fyrir mig þegar vörnin er svona góð,“ sagði Björgvin Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við visir.is eftir 27-23 sigur liðsins gegn Þjóðverjum í kvöld Íslenski boltinn 7. janúar 2011 22:57
Dóra María hafnaði Rayo Vallecano Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir, sem var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, síðasta sumar mun ekki ganga í raðir spænska liðsins Rayo Vallecano. Íslenski boltinn 5. janúar 2011 19:01
Colchester vill fá Matthías að láni í janúar Enska C-deildarliðið Colchester United hefur mikinn áhuga á því að fá fyrirliða bikarmeistara FH, Matthías Vilhjálmsson, að láni í janúar. Matthías fór til reynslu til félagsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á BBC í dag. Íslenski boltinn 23. desember 2010 17:15
Þrír eiga möguleika á því að spila fyrir sitt annað A-landslið Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp fyrir forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal sem fram fer í janúar á næsta ári. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar en þessi 29 manna æfingahópur Willums mun æfa saman 28. og 29. desember. Íslenski boltinn 22. desember 2010 22:45
Haukar selja sextán ára strák til AGF Haukar og AGF hafa komist að samkomulagi um kaup danska b-deildarfélagsins á fótboltamanninum Arnari Aðalgeirrssyni. Arnar er aðeins sextán ára gamall og hefur aldrei spilað með meistaraflokki félagsins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Haukum. Íslenski boltinn 21. desember 2010 15:30
Tvær bandarískar stelpur með liði Þór/KA næsta sumar Tvær bandarískar fótboltastelpur hafa gert saming við silfurlið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar og munu spila með liðinu á næsta tímabili. Þetta kom fram í frétt á heimasíðu Þórs í kvöld. Íslenski boltinn 20. desember 2010 22:18
Sigurður Ragnar framlengir við KSÍ Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði í dag undir nýjan samning við KSÍ. Hann mun því þjálfa kvennalandsliðið til ársloka 2012. Íslenski boltinn 20. desember 2010 16:00
Mjög erfitt að meta hvar við stöndum Willum Þór Þórsson er landsliðsþjálfari í Futsal en eftir mánuð er komið að fyrsta móti hjá liðinu. Þá verður leikið í forkeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Grikklandi, Armeníu og Lettlandi. Leikið verður hér á landi. Íslenski boltinn 20. desember 2010 06:30
Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011 Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Íslenski boltinn 20. desember 2010 06:00
Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal Fjölnir úr Grafarvogi varð í dag Íslandsmeistari í fótbolta innanhúss, Futsal. Liðið vann 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í jöfnum og spennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu á Álftanesi. Íslenski boltinn 19. desember 2010 15:48
Víkingur Ó. og Fjölnir mætast í úrslitum í Futsal Leikið var í undanúrslitum á Íslandsmótinu í Futsal, innanhússknattspyrnu, í íþróttahúsinu á Álftanesi í dag. Fótbolti 18. desember 2010 18:11
Fjórði íslenski markvörðurinn til Svíþjóðar Markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir hefur gert tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Fótbolti 17. desember 2010 12:58
Ný félagasamtök eru ekki til höfuðs KSÍ Knattspyrnufélög á Íslandi afla of lágra tekna til að standa undir rekstri. Samtök sem vinna að aukinni tekjumyndun taka til starfa á næstu dögum. Íslenski boltinn 15. desember 2010 18:45
Dóra hætt í fótbolta Dóra Stefánsdóttir sem leikið hefur með Malmö undanfarin ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Íslenski boltinn 15. desember 2010 09:40
Nýir búningar hjá KR KR mun mæta til leiks í talsvert breyttum búningi næsta sumar því Shell-merkið er horfið af búningi félagsins eftir að hafa verið til ansi margra ára. Íslenski boltinn 14. desember 2010 23:45
Kristinn Steindórs til reynslu í Svíþjóð Sóknarmaðurinn Kristinn Steindórsson er kominn til sænska liðsins Örebro og mun vera til reynslu hjá liðinu næstu daga. Hann mun leika tvo æfingaleiki með liðinu, á morgun og á fimmtudag. Íslenski boltinn 13. desember 2010 15:45
Íslenskur bumbubolti í útrás Í byrjun janúar verður haldið áhugavert fótboltamót í Fífunni í Kópavogi, Vodafone Cup, en mótið er ætlað áhugamönnum. Sigurliðið mun svo keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu móti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar. Íslenski boltinn 13. desember 2010 12:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti