Björgólfur: Hefur verið hræðilegt tímabil Björgólfur Takefusa segir ekki vita hversu alvarleg hnémeiðsli sín eru en að það sé góðs viti að krossbönd og önnur liðbönd virðast vera heil. Íslenski boltinn 2. júní 2011 13:00
Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1. júní 2011 22:21
Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum. Íslenski boltinn 1. júní 2011 21:53
Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Íslenski boltinn 1. júní 2011 21:01
Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús. Íslenski boltinn 1. júní 2011 20:55
Þórhildur: Ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu mjög sátt eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld en eftir leikinn eru nýliðarnir með fullt hús á toppnum eftir þrjár umferðir. Íslenski boltinn 1. júní 2011 20:48
Björgólfur fluttur burt í sjúkrabíl eftir æfingu Víkingar urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar framherjinn Björgólfur Takefusa meiddi sig illa á æfingu liðsins. Björgólfur meiddist á hné á æfingunni og var fluttur á brott í sjúkrabíl. Íslenski boltinn 1. júní 2011 20:10
Eyjastúlkur áfram með fullt hús eftir sigur á Blikum Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum. Íslenski boltinn 1. júní 2011 19:56
Víkingar ósáttir við bann Abdulahi: Þetta er algjört bull Víkingar eru vægast sagt svekktir út í aganefnd KSÍ sem dæmdi leikmann þeirra, Denis Abdulahi, í tveggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í bikarleik gegn KV. Í uppbótartíma lenti Abdulahi saman við einn leikmann KV, þeir settu höfuðin saman og Abdulahi var sendur af velli. Íslenski boltinn 1. júní 2011 16:45
Halldór Orri: Ekki viljaverk Halldór Orri Björnsson segir að hann hafi einfaldlega verið að klóra sér í hausnum þegar hann gekk af velli í leik með Stjörnunni á dögunum. Íslenski boltinn 1. júní 2011 14:15
Hildur: Stressið fer þegar leikurinn byrjar Hildur Antonsdóttir átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í kvöld þegar Íslandsmeistararnir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 31. maí 2011 22:54
Kristín Ýr: Mjög gott að fá þrjú stig í svona leik Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði seinna mark Vals með þrumuskalla þegar Íslandsmeistararnir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 31. maí 2011 22:43
Gunnhildur: Við erum þungar á grasinu Sex leikja sigurganga Stjörnukvenna endaði í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 31. maí 2011 22:24
Mist: Þetta var ekki búið að vera nógu gott hjá okkur Mist Edvardsdóttir, skoraði mikilvægt mark fyrir Val í kvöld þegar hún kom liðinu í 1-0 á 30. mínútu í 2-1 sigri Vals á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 31. maí 2011 22:05
Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 31. maí 2011 22:01
Hlynur Svan tekur við kvennaliði Þórs/KA Knattspyrnudeild Þórs tilkynnti í kvöld að þeir Viðar Sigurjónsson og Siguróli Kristjánsson hefðu látið af störfum sem þjálfarar Þórs/KA. Íslenski boltinn 31. maí 2011 21:59
Valskonur unnu toppslaginn á móti Stjörnunni Valskonur urðu fyrstar til að taka stig af Stjörnukonum í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar þær unnu 2-1 sigur í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Valur komst með sigrinum í toppsætið deildarinnar en Eyjaliðið fær tækifæri til að endurheimta það í Kópavoginum á morgun. Íslenski boltinn 31. maí 2011 21:08
Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði. Íslenski boltinn 31. maí 2011 17:43
Stórleikur í kvennafótboltanum í kvöld - Valur og Stjarnan mætast Það verður stórleikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals fá Stjörnuna í heimsókn á Vodafonevöllinn að Hlíðarenda. Valur tapaði óvænt tveimur stigum í síðustu umferð en Stjarnan er annað tveggja liða með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Íslenski boltinn 31. maí 2011 16:45
Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 31. maí 2011 16:00
Þriðji landsleikurinn í röð sem Ragnar dregur sig út úr hópnum Ragnar Sigurðsson, glænýr leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Dönum á Laugardalsvellinum á laugardaginn ekki frekar en verðandi liðsfélagi hans Sölvi Geir Ottesen sem er meiddur. Íslenski boltinn 31. maí 2011 13:00
Pepsimörkin: Mögnuð tilþrif í vítaspyrnunni hjá Alexander Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í gær í 4-1 sigri liðsins gegn nýliðumm Þórs frá Akureyri. Alexander sýndi tilþrif sem hafa sjaldan sést í fótboltaleik á Íslandi og myndbandið hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf um þessi tilþrif frá hægri bakverðinum. Íslenski boltinn 31. maí 2011 11:15
Pepsimörkin: Öll mörkin úr 6. umferð Frábær tilþrif sáust í 6. umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem fram fór á sunnudag og mánudag. Öll mörkin og helstu atvikin voru sýnd í gær í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport og David Bowie sá um tónlistina að þessu sinni - Suffragette City frá árinu 1972. Íslenski boltinn 31. maí 2011 10:13
FH-ingar að hressast FH vann góðan sigur, 3-0, á Stjörnunni í gær og meistaraefnin úr Hafnarfirðinum mjakast upp töfluna í Pepsi-deild karla. Íslenski boltinn 31. maí 2011 07:00
Dramatískur sigur Fylkis Ingimundur Níels Óskarsson var hetja Fylkis í gær er hann skoraði sigurmark leiksins gegn Keflavík undir lok leiksins. Íslenski boltinn 31. maí 2011 06:00
Jóhann: Vorum eins og aumingjar í kvöld „Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, eftir leikinn. Íslenski boltinn 30. maí 2011 22:41
Orri: Mér líður vel allsstaðar á vellinum „Við lékum virkilega vel fyrstu 25 mínútur leiksins,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 30. maí 2011 22:33
Bjarni: Vítaspyrnudómurinn kálaði leiknum „Upphaf leiksins var mjög gott hjá okkur og við sleppum einir í gegn tvisvar sinnum og ég geri kröfu um að nýta í það minnsta annað færið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn FH í kvöld. Íslenski boltinn 30. maí 2011 22:32
Hannes: Gaman að kljást við Tryggva Hannes Þorsteinn Sigurðsson átti mjög góðan leik í fremstu víglínu hjá FH í dag. Skoraði og virðist vera að styrkjast með hverjum leik. Íslenski boltinn 30. maí 2011 22:30
Heimir: Nú kom liðsheildin „Stjarnan er með sterkt lið og við lentum í basli með löngu boltana í fyrri hálfleik. En heilt yfir var þetta góður leikur hjá FH og sanngjarn sigur," sagði Heimir sáttur. Íslenski boltinn 30. maí 2011 22:28