Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna

Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum

Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjastúlkur áfram með fullt hús eftir sigur á Blikum

Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag

Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valskonur unnu toppslaginn á móti Stjörnunni

Valskonur urðu fyrstar til að taka stig af Stjörnukonum í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar þær unnu 2-1 sigur í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Valur komst með sigrinum í toppsætið deildarinnar en Eyjaliðið fær tækifæri til að endurheimta það í Kópavoginum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini

Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti

Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Mögnuð tilþrif í vítaspyrnunni hjá Alexander

Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í gær í 4-1 sigri liðsins gegn nýliðumm Þórs frá Akureyri. Alexander sýndi tilþrif sem hafa sjaldan sést í fótboltaleik á Íslandi og myndbandið hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf um þessi tilþrif frá hægri bakverðinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Öll mörkin úr 6. umferð

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem fram fór á sunnudag og mánudag. Öll mörkin og helstu atvikin voru sýnd í gær í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport og David Bowie sá um tónlistina að þessu sinni - Suffragette City frá árinu 1972.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Vítaspyrnudómurinn kálaði leiknum

„Upphaf leiksins var mjög gott hjá okkur og við sleppum einir í gegn tvisvar sinnum og ég geri kröfu um að nýta í það minnsta annað færið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn FH í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Nú kom liðsheildin

„Stjarnan er með sterkt lið og við lentum í basli með löngu boltana í fyrri hálfleik. En heilt yfir var þetta góður leikur hjá FH og sanngjarn sigur," sagði Heimir sáttur.

Íslenski boltinn