Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jafntefli í toppslag seríu B

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Brescia í toppslag ítölsku B deildarinnar. Þórir spilaði 45 mínútur áður en honum var skipt af leikvelli í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool eykur pressuna á City

Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Haaland nær samkomulagi við Man City

Breskir og þýskir fjölmiðlar hafa margir verið að greina frá því síðasta sólarhring að Manchester City sé búið að ná samkomulagi við norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

Fótbolti
Fréttamynd

Pochettino á förum frá PSG?

Framtíð Mauricio Pochettino hjá Paris Saint-Germain hangir á bláþræði eftir að félagið var slegið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Nike mun standa við samning sinn við Chelsea

Íþróttavörurisinn Nike hefur staðfest að félagið mundi standa við gerðan samning við enska knattspyrnuliðið Chelsea. Mörg fyrirtæki hafa rift samningi sínum við félagið eftir að allar eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í Englandi voru frystar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meistararnir upp í þriðja sætið

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman 2-1 sigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu upp í 3. sætið en Barcelona situr í 4. sætinu með tvo leiki til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian kom Jong Ajax til bjargar

Íslenski U-21 landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson var allt í öllu í endurkomu Jong Ajax er liðið gerði 3-3 jafntefli við Dordrecht í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Enski boltinn