EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Fréttamynd

Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu

Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór

Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ skoðar keppnis­velli á er­lendri grundu

Stjórn KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, ákvað á fundi sínum á fimmtudag að athuga með mögulega leikstaði A-landsliða Íslands á erlendri grundu fari svo að liðin þurfi að leika umspilssleiki í febrúar eða mars á komandi árum.

Fótbolti