Ísland í dag - Framtíðarvon fyrir Katrínu Björk

Katrín Björk var heilbrigð ung stúlka og var að læra fyrir klásupróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Hún var eftir nokkur heilaáföll greind með séríslenskan erfðasjúkdóm sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu, á þeim tíma segir Katrín það hafa verið eins og að fá dauðadóm þar sem ekkert var hægt að gera nema bíða eftir næsta áfalli og það kom. Eftir stærsta áfallið missti Katrín málið og hreyfigetu, en hún missti aldrei baráttuviljann og hefur frá því hún vaknaði í öndunarvél eftir þriðja áfallið barist hetjulega og er stöðugt að taka framförum. Í dag er komin lækning við þessari arfgengu heilablæðingu en frændi Katrínar lofaði henni því að finna lækningu sem og hann gerði og segir Katrín lækninguna hafa veitt henni framtíðarvon.

38376
10:53

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.