Kuldakast herjar á Bandaríkin

Að minnsta kosti sautján andlát eru rakin til kuldakasts í Bandaríkjunum. Mikil snjókoma hefur sett samgöngur úr skorðum og um tíu þúsund flugferðum hefur verið aflýst, þar á meðal nokkrum ferðum Icelandair til Íslands í morgun. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjölda ríkja, allt frá Texas í suðri og á allri austurströnd Bandaríkjanna. Vegir eru víða lokaðir, skólastarf féll niður í fjölmörgum borgum í dag og íbúar hafa glímt við rafmagnsleysi.

13
00:51

Vinsælt í flokknum Fréttir