Tanginn loks friðlýstur

Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga var í dag friðlýst við hátíðlega athöfn í húsakynnum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Tanginn á sér ríkulega sögu en gamli kirkjugarðurinn sunnan við bæinn hefur verið friðlýstur síðan 1930 og bæjarstæðið frá 1987. Laugarnes kemur meðal annars fyrir í Njálssögu og á Hallgerður Langbrók að hafa búið þar áður en hún kynntist Gunnari á Hlíðarenda. Friðlýsingin er gerð á grunni tillögu Minjastofnunar og má á svæðinu finna leifar embættisbústaðar biskups, holdsveikraspítala og stríðsminjar.

8
00:50

Vinsælt í flokknum Fréttir