Ísland í dag - Léttist um 75 kíló án megrunarkúra eða aðgerða

Óhugnanlegt kynferðisofbeldi sem Thelma Ásdísardóttir mátti þola í æsku gerði hana að baráttukonu á fullorðinsárunum því hún hefur helgað líf sitt baráttunni gegn ofbeldi. Thelma varð fyrir kynferðisofbeldi bæði af hendi föður síns og einnig fleiri manna á hans vegum. Hún hefur unnið andlega úr þeirri erfiðu reynslu á einstakan hátt og er nú búin að létta sig um 75 kíló án megrunarkúra eða aðgerða. Thelma varð landsþekkt þegar hún sagði svo eftirminnilega að í þögninni og skugganum þrífist ofbeldi best og því hafi hún ákveðið að segja sína óhugnanlegu sögu sem rithöfundurinn Gerður Krisný skráði í bókinni „Myndin af pabba“. Vala Matt heillaðist af þessari flottu konu og fræddist um það hvernig Thelma fór að þessu.

24511
11:38

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.