Ár flæddu yfir bakka í Belgíu
Ár flæddu eina ferðina inn yfir bakka sína í Belgíu í gær og hrifu með sér bíla og flesta þá muni sem á vegi þeirra urðu. Þrumuveður gekk yfir landið í gær og nótt, aðeins nokkrum dögum eftir mannskæð flóð þar í landi þar sem 32 týndu lífi.