Í bítið: Gunnar Þór, atvinnubílstjóri er ekki sáttur
Gunnar Þór Haraldsson segir m.a. Í starfi mínu er ég stundum stöðvaður af umferðareftirliti vegagerðarinnar. Eftirlitið athugar hjá okkur frágang á farmi og þyngd sem er í lagi en aðalmálið er yfirleitt hvað margar mínútur er búið aka. Það er tekið mjög hart á því ef við förum einhverjar mínútur fram yfir eða ef vantar mínútur upp á hvíld. Við þessu eru harðari viðurlög en að aka gegn rauðu ljósi.