Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel

„Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells. Haukar geta nú haldið lokahóf sitt með góðri samvisku á föstudagskvöldið en það er óhætt að segja að liðið hafi komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild eftir nokkurt hlé. „Ungu strákarnir í liðinu stóðu sig virkilega vel í vetur og í úrslitakeppninni. Snæfell er með gott lið og engin skömma að tapa fyrir þeim í oddaleik. Það voru allir búnir að dæma okkur úr leik áður en þetta hófst,“ sagði Sævar Ingi m.a. eftir leikinn.

2713
02:18

Vinsælt í flokknum Körfubolti