Óvenjumörg umferðarslys á stuttum tíma
Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfrarlegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki.