Þrettándinn haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum
Í Vestmannaeyjum er þrettándinn haldinn hátíðlegur í kvöld en áralöng hefð er fyrir hátíðahöldum í Eyjum í tengslum við þrettándann. Búast má við að tröll, álfar og jólasveinar verði áberandi, en yfir 100 tröll taka þátt í blysför í kvöld með íbúum eyjanna og fjölmörgum gestum sem sækja hátíðina heim.