Skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað
Sjávarútvegsráðherra segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað við lagabreytingu 2018. Það verði alltaf deilur um álagningu gjalda en hann hafi engin áform uppi um að gera breytingar á núverandi lögum.