Ísland í dag - Páll Óskar mælir með að koma út úr skápnum

"Ein manneskja í valdastöðu, með einu pennastriki, getur strokað út allt sem hefur áunnist í baráttunni undanfarin 30 ár," segir Páll Óskar í Íslandi í dag í kvöld. Þar ræðir söngvarinn góðkunni um mikilvægi Gleðigöngunnar, sem hann kallar sáttmála við íslensku þjóðina. Hann fer einnig yfir sína upplifun á umverfinu hér á árum áður í tengslum við kynhneigð sína: "Ég fékk alla þá hvatningu og allan þann meðbyr, allt það sem ég þurfti þegar ég var yngri. Auðvitað fékk ég minn skammt af allskonar fúkyrðaflaumi og ógeði frá allskonar fólki - ég fæ það jafnvel enn þann dag í dag á samfélagsmiðlum. En það sem ég hef gengið í gegnum er léttvægt miðað við það sem annað fólk hefur gengið í gegnum sem ég þekki persónulega."

2570
12:08

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.