Ísland í dag - Fengu bara jákvæð viðbrögð við fæðingarmyndbandi

Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson hafa undanfarin tvö ár leyft áhugasömum að fylgjast með ýmsu úr daglegu lífi þeirra á YouTube. Fyrir um ári kom í ljós að þau ættu von á barni og fengu fylgjendur parsins að fylgjast með allt frá augnablikinu þegar Arna komst að því að hún var barnshafandi og þar til dóttirin Emilía Birna kom í heiminn. Þau segjast hafa verið tvístígandi varðandi það að deila fæðingunni með fólki, en hafa eingöngu fengið jákvæð viðbrögð. Arna segist til að mynda hafa fengið pósta frá ungum konum sem voru þakklátar fyrir að fá að sjá myndband af fæðingu sem gekk eins og í sögu enda vilja “hryllingssögur” af fæðingum oft verða fyrirferðarmeiri í umræðunni.

25596
11:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.