Ísland í dag - Glænýr veitingastaður Bryggjuhúsið í gömlu húsi frá 1863

Glænýr veitingastaður Bryggjuhúsið í miðbæ Reykjavíkur var að opna í einu af elstu húsum bæjarins á Vesturgötunni sem byggt var árið 1863. Og hefur hann þvílíkt slegið í gegn. Maturinn er á heimsmælikvarða. Verðlauna kokkurinn Ómar Stefánsson sem unnið hefur á Michelin veitingastöðum töfrar þar fram ævintýralega góða rétti sem ekki hafa sést annars staðar. Og innréttingarnar eru í gömlum klassískum og notalegum stíl eins og þær hafi alltaf verið á staðnum. Vala Matt fór og skoðaði þetta sögufræga hús bæði að utan og innan og kannaði einnig matseðilinn.

573
13:32

Vinsælt í flokknum Ísland í dag