Ísland í dag - Viðtal við smábarn í stúdíói fer næstum því úr böndunum

Einstaklega efnismikill þáttur þennan miðvikudaginn. Það er langt og tíðindamikið sumar að baki; tilgangslausar umræður á samfélagsmiðlum, byltingar víða um heim, eldgos, hnífstungur og samþjöppun í sjávarútvegi. Svo fátt eitt sé nefnt. Snorri Másson er með Ísland í dag á miðvikudögum í haust og hér er farið yfir allt það helsta, án þess þó að það sé leiðinlegt. Leikskólamálin sem eru á allra vörum eru tekin föstum tökum og rætt er við fjölskyldu þar sem fjórtán mánaða barnið kemst ekki á leikskóla. Barnið er fengið í sett. Að auki er fjallað um íslenska afmælissönginn en hann er einstakur að mörgu leyti.

70122
22:10

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.