Stólarnir vonast til að slá frá sér í Síkinu
Úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deildinni í körfubolta er stál í stál. Tindastólsmenn létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik og vonast þeir til að svara fyrir það á heimavelli í Síkinu í kvöld í þriðja leik liðanna. Þar er okkar maður Stefán Árni Pálsson.